Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 85

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 85
D VÖL 79 inn árin 1886—1892. Löngu siðar, árið 1928, gekk hann fram fyrir skjöldu sem ákafur baráttumaður í þjóðernishreyf- ingu Skota. R. B. Cunninghame Graham er glæsi- legur rithöfundur og fjölhæfur og hefir ritað margar bækur um ólík efni. Ferða- lýsingar hans, ferðasögur og smásögur eru þó frægastar. Saga sú, er birtist eftir hann í Dvöl, á að gerast á íslandi seint á 19. öld og birtist fyrst í bók, er hét „The Ipané" og kom út árið 1899. Mun höfundurinn hafa verið á ferð hér á landi nokkru áður. Nokkuð skýtur skökku við um staðhætti sums staðar í sögunni, en eigi að síður mun margan fýsa að lesa hana. Benda má og á, að erlendir bók- menntafræðingar telja söguna með ágæt- um. Unto Seppanen er einn hinna beztu rithöfunda Finna, þótt hann sé enn innan við fertugt. Hann fæddist í Helsingfors árið 1904, en er ætt- aður úr Kyrjálabotni og hefir lengst af dvalið þar. Faðir hans var maður ljóð- elskur og fékkst við þýðingar. Unto Seppanen stundaði háskólanám í Hels- ingfors, og fyrsta bók hans var sögur úr höfuðborginni. En flestar þær sögur, er hann hefir síðar ritað, gerast í Kyrjála- héruðunum. Eitt helzta rit hans, „Iloisten ukkojen kylá“, er á íslenzku mætti heita „Kátt í koti‘“, segir þaðari austan að. Seppánen hefir einnig samið leikrit, er vinsæl hafa orðið. Par Lagerkvist er nú öndvegisskáld Svía, að flestra dómi. Hann fæddist 1891 og gekk ungur menntaveg. 1913 gaf hann út fyrsta rit sitt. Fjallar það um bókmenntir og vinnu- brögð rithöfunda, og flutti Lagerkvist þar Þann boðskap, að skáld ættu að taka sér til fyrirmyndar málara þá, er fylgdu stefnu „expressionista", og hlíta að sínu leyti sömu meginreglum í listsköpun sinni Til kaupenda Dvalar i > Með þessum árgangi verður | \ sú breyting á högum DVALAR, < að Þórir Baldvinsson, sem verið / hefir ritstjóri hennar í tvö ár, lætur af því starfi. Við hefir S tekið Jón Helgason. Útgefendur | \ Dvalar kunna Þóri Baldvinssyni j hinar beztu þakkir fyrir gott og ? mikið og óeigingjarnt starf í ) þágu ritsins. > > Vegna síhækkandi pappírs- j verðs og tilkostnaðar við ritið > j neyðast útgefendurnir til þess að hækka verð hvers árangs um \ j þrjár krónur. Mun þessi árgang- j ur því kosta tíu krónur. Vona > j þeir, að sú ákvörðun þyki ekki > j óhófleg, miðað við verð á öðrum \ j tímaritum og bókum. < ( Útkoma þessa heftis hefir \ j dregizt óeðlilega vegna prent- í j araverkfallsins í vetur og ann- > > ríkis í prentsmiðjunni. > og þeir. Eins og kunnugt er leitast „ex- pressionistinn“ við að lýsa innra viðhorfi málarans gagnvart náttúrunni og láta mynd sína sýna það, sem mest vekur at- hygli hans. Þessum boðskap sínum fylgdi Lagerkvist í bókinni „Motiv", sem kom út 1914, og smásagnasafninu „Járn och mánniskor" frá heimsstyrjaldarárunum. Úr því safni er saga Lagerkvists, sem birtist í „Dvöl“ að þessu sinni. Það kom brátt á daginn, að Pár Lag- erkvist var ekki við eina fjöl felldur í skáldskap sínum. Hann orti ljóð, samdi sögur og leikrit, og fyrir leikrit sín hlaut hann fyrst verulega frægð. Það var árin 1918—1919. Síðan hefir hróður hans æ aukizt, bæði heima og erlendis. Hann er talinn frumlegastur allra sænskra rithöf- unda síðasta mannsaldur, óvenjulega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.