Dvöl - 01.01.1942, Page 86
DVÖL
80
Gam an§ög:ar
Kona kom inn í dýragarð og sá þar
vatnahest. Hún spurði gæzlumann, hvort
þetta væri karldýr eða kvendýr.
„Kæra frú,“ svaraði gæzlumaður. „Það
hélt ég, að ekki skipti máli nema fyrir
vatnahest."
Ensk hefðarmær fór í ferðalag til Suð-
ur-Afríku. Við brottförina ráðlagði móðir
hennar henni að segja við sig sjálfa, ef
erfiðleika bæri að höndum:
„Ég er ensk; ég er hjónabandsbarn; mér
er óhætt!“
Villi kom hlaupandi inn og sýndi föð-
ur sínum nýjan hníf, sem hann sagðist
hafa fundið á götunni.
„Ertu viss um, að hann hafi verið
týndur?“ spurði faðir hans.
„Já, já. Alveg viss. Ég sá mann vera að
leita að honum."
þróttmikill og ádeilugjarn. Ein af bókum
hans, „Bööullinn", hefir verið íslenzkuð.
Nokkrar smásögur hans hafa birzt í ýms-
um tímaritum, þar af þrjár í „Dvöl“:
„Herferð barnanna", í 1.—2. hefti 1936,
„Og lyftan féll“, í 3. hefti 1935, og „Hetju-
dauödagi", í 10. hefti 1935.
Bogi Bjarnason
er ritstjóri í Treherne í Manitobafylki.
Hann er prýðilega ritfær og gaf út smá-
sagnasafn, „Sans of the Grande Passion",
árið 1935. Hann skrifar ávallt á ensku og
er lítt kunnur hér heima á ættlandi sínu.
Bogi Bjarnason er maður á miðjum aldri
og mun vera fæddur vestan hafs. En
ættaður er hann úr Norður-Þingeyjar-
sýslu. Tvo bræður á hann vestra, Pál, á
Kyrrahafsströnd, og Júlíus, bónda í Wyn-
yard.
Einu sinni var dvergur. Faðir hans var
Skoti.
Það var sjón að sjá Blackie gamla
prófessor á götu í Edinborg. Hann var
glæsimenni mesta og friður sýnum. Hárið
var mikið og féll niður á herðar. Dag
einn vék fádæma óhreinn drenghnokki
sér að honum og bauðst til þess að bursta
skó hans. Prófessorinn veitti því undir eins
athygli, hve óhreinn drengurinn var, og
sagði:
„Skóna mína þarftu ekki að bursta. En
ég skal gefa þér skilding, ef þú þværð þér
ofurlítið í framan."
„Þakka yður fyrir, herra“ svaraði dreng-
urinn og fór og þvoði sér. Síðan kom
hann aftur á fund prófessorsins.
„Nú hefir þú unnið fyrir skildingnum,
drengur minn,“ sagði prófessorinn glað-
lega. „Gerðu svo vel“.
„Mig langar ekki til þess að eiga hann,“
sagði drengurinn hæverkslega. „Þú mátt
eiga hann sjálfur, ef þú ferð til hárskera
og lætur klippa þig.“
„O, blessaðu vertu! Hann getur ekki
að kind komið — nema soðinni," sagði
bóndi einn um fjármann sinn.
Þekktur athafnamaður og vinsæl ógift
ljósmóðir sátu saman í veizlu. Þeim varð
tilrædd um barnsfæðingar og mannfjölg-
un. Lá Ijósmóðurinni heldur illa orð til
karlmannanna, sem yllu konunum hinum
sárustu þrautum. En hvað drægi þær líka
út í þetta? Sessunautur hennar tók létt
á öllu og sagði ósköp hæglátlega:
„Þér þekkið nú ekki skemmtilegu hlið-
ina á málinu.“
Útgefandi S. U. F.
Ritstjóri: Jón Helgason.
I