Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 38
36
D VÖL
því mjög vonsviknir, er hin nýju
landamæri lokuðu þeim hið þráða
föðurland þeirra. Það er þetta
fráskilda fólk, sem þessir farkenn-
arar eiga að heimsækja og starfa
meö, sérstaklega að viðhaldi hins
danska máls. Starf þessara manna
er ekki vel þokkað af þýzkum
stjórnarvöldum, og þeir þurfa að
beita lipurð og lagni, til þess að fá
starfsfrið. Venjulega leigja þeir
sér stofu til kennslunnar á ein-
hverju bóndabýlinu og svo ganga
nemendurnir þangað, líkt og í ís-
lenzkum farskólum. Oft er nem-
endahópurinn mjög sundurleitur
allt frá sjö ára börnum til sextugra
öldunga. Kunnáttan í dönskunni
er yfirleitt lakleg, sem eðlilegt er,
þar sem íbúarnir hafa um tugi ára
verið slitnir úr tengslum við sitt
gamla föðurland. En áhugi margra
er mikill að viðhalda málinu í von
um breytta tíma. Þýzkan hefir
ríkt og ráðið í þessum héröðum
um fimm áratugi og danskan er
orðin fábreytt hversdagsmál eldra
fólksins, sem af vanafestu notar
enn gamla móðurmálið við dag-
legu störfin. En þegar húsbóndinn
sezt að borði sínu og les borðbæn-
ina, þá les hann hana á þýzku, og
í kirkjum og skólum ríkisins heyr-
ist aldrei annað en þýzkt mál.
Eitthvað þessu líkt fórust kenn-
aranum orð, en hughraustur sagð-
ist hann hverfa að starfi sínu aft-
ur, þótt margt blési á móti.
*
Þessir dagbókarþættir verða
ekki lengri að sinni. Enn er rask-
að landamærum Danmerkur að
vissu leyti. Enn hefir þýzkur her
farið yfir hin löghelguðu landa-
mæri og valdið dönsku þjóðinni
þungum búsifjum.
Líklega er hún nú dáin, gamla
konan, sem lokaði sig inni uppi á
geymslulofti til þess að firrast á-
sælni þýzkra hermanna árið 1864.
En enn er ný barátta háð um heið-
ur og velsæmi. Sigrarnir í þeirri
baráttu eru ekki skráðir eða sagð-
ir í útvarpsfréttum. En bíði seytján
ára mærin ósigur, verður það oft
fréttnæmt efni.
Enn þjáist fólkið í landamæra-
héröðunum um gjörvalla Norður-
álfu, og aldrei hefir eins illa verið
að því búið og nú. Hvenær hverfa
öli landamæri í núverandi mynd,
með varðmönnum og víggirðing-
um? Þá er fyrst von á varanlegum
friði.