Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 98

Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 98
96 ir og gefast upp við að vera þeim farartálmi, en veita þeim ein- ungis svalandi bað upp á síður og lendar. Jökulsá og Keldná eru báðar reiðar fyrir neðan Val- þjófsstað, við fáum fylgd yfir á bakkann, og höldum síðan í norð- urátt til náttstaðar og hvíldar. Sól er sigin að viði. Kvöldið er milt og hlýtt. Okkur ber óðfluga áfram greiðfærar göturnar niður með Lagarfljóti. Dularfullur ilmur kemur á móti okkur. Eins og ó- væntur, titrandi fögnuður fyllir hann loftið. Jú, það er ekki um að villast. Nýtt ævintýraland er í nálægð. Tákn hinnar mestu dá- semdar vors og vaxtar, hinnar dýpstu hamingju og helgustu gleði, tákn eilífraí- gróandi æsku og ástar — ilmur laufgaðra skóga! Hann kemur á móti okkur með fangið fullt af lofsöng til lífsins. í kyrrð hnígandi dags hverfum við inn milli laufgaðra greina skógarins við Hallormsstað. IV. Það er ævintýri að leggja upp í langa ferð. Það er enn meira heill- andi að halda heim á leið. „Röm ér sú taug, er rekka dregur föður- túna til“. Hestar og menn eru heimfúsir. Takmarkinu er náð, nú skal halda í vesturátt, undir sólarlag og til leiðarloka. Það er þokuloft til landsins, en sólfar og heiður himinn út til hafs að sjá. Við félagar erum fæddir undir heillastjörnu. Sól og heiður D VÖL himinn hafa unnað okkur alls góðs á átta dögum af níu, sem við höfum verið á fei’ð. Og fyrst þoka varnar sýn til landsins, leitum við birtunnar út við sjó. Við höldum niður Jökulsárhlíð. Það birtir því meir sem á daginn líður. Með Dyrfjöll á hægri hönd og Hlíðar- fjöll á hina, njótum við nú eins hins bezta reiðvegar á íslandi. Vegurinn, ásamt óljósri vitund um áttina heim, gerir hestana æra af fögnuði. Birtan og sólskinið til norðurs seiða ferðamennina. Frá Kaldá til Ketilsstaöa má heita að farið sé í spretti, með hvíld á ein- um stað. Eggsléttar sandgötur fylla skeifur hestanna og veita hófun- um hald og traust. Folarnir stand- ast ekki slíkan veg. Nú skal það sjást, hver sé viðbragðsfyrstur, teygi sig lengst á stökkinu, fái mestan hróður að lokinni lang- ferðinni. Og tömdu hestarnir hringa makkann, leika í taumum og tölta hærra og léttara en nokkru sinni fyrr. Fyrir norðan Ketilsstaði, nyrzta bæ í Jökulsárhlíð, komum við norður undan þokufeldinum, sem hulið hefir himininn þenna dag, norður í glitrandi kveldsól kyrr- látrar aftanblíðu. Hún hellir sér yfir okkur niður brekkurnar. Við snúum hestunum á götuslóða, sem liggur upp brekkuna, í átt til Hellisheiðar og Vopnafjarðar, eða Fagradals, en þangað er ferðinni heitið þann dag. Sólin nemur við brekkubrún, við stefnum beint til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.