Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 99

Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 99
dvöl 97 hennar, eins og þar skuli leitað náttstaðar. Innan skamms liggur Héraðið að’ baki okkar eins og útbreitt landabréf. Flóinn spegilsléttur og glitrandi, Dyrfjöll með dimmum skuggum í skriðum og klettum, hvítum, sólglitrandi fönnum og hinum furðulegustu kynjamynd- um í hnjúkum og tindum. Lagar- fljót og Jökulsá, sem skipta á milli sín þessu víðlenda héraði frá jöklum til hafs og keppa hvor við aðra um mikilleik og stórlæti, fallast í faðma frammi fyrir hinu volduga hafi. Þær tefja för sína til tortímingar með litlu ljóði, letruðu á sand hinnar breiðu fjöru, en hníga svo að hjarta þess í ein- ingu, hógværð og lítillæti. Við stígum af baki og látum hestana bíta. Nú vantar ekki grængresið. Við höfum á ferð okkar orðið vorinu samferða. Það hefir á hverjum degi bætt blóm- um og gróðri á götu okkar. Hér er komið blágresi og hrútaberja- lyng, höfuðskrautjurtir hlíða og lækjarhvamma. Og nú gefst tóm til þess að hug- leiða ferð sína. Hún var hafin úr gráum högum, eftir vetrarfrost og vorkulda til hins fullgróna hag- lendis við fætur okkar. Leið okk- ar lá um heiðar til hafs, frá sól- glitrandi jöklasýn til silfurspegl- andi flóans, um öræfaauðn til al- gróinnar byggðar, um auðnanna hljóð til hins fossandi fjallalækjar við hlið okkar. Við virðum fyrir okkur hestana, sem úða í sig grængresið. Þessa þolgóðu, tállausu ferðafélaga, sem gera hverja ferð að fagnað- arríku, ósviknu ævintýri og enn taka okkur á bak sitt og bera okk- ur hærra og hærra upp á við. Upp við brúnina hverfur sólin bak við brattann. En þegar upp er komið, þegar „Fönnin"*) hljóð- lega og lotningarfull lokar bók Héraðsins að baki okkar, þegar hallar undan fæti niður Fagradal, sjáum við hvar hún siglir á bláum bárum Vopnafjarðar. Skin hennar bregður gullslit á götuna, glóir í augum hestanna og vísar veg til náttstaðar. Það er síðla gengið til sængur í Fagradal þetta kvöld. Einn af- skekktasti bær á íslandi, einangr- aður af útsæ og himingnæfandi fjöllum, vafinn ógnum i brimi og fárviðrum, ofurseldur skammdeg- ismyrkri og miðsvetrarhríðum, fær mikla umbun mikilla þrauta. Á vorin setzt þar aldrei sól; Það eru hans laun. Þá verður þar slíkt ævintýraland okkur farandsvein- unum tveimur, að orð fá ekki lýst. Ástúð hins afskekkta fólks, sem fagnar okkur sem vinum, hið töfrafulla umhverfi og eldurinn í norðri, sem aldrei slokknar þessa nótt, allt rennur það saman í ó- rjúfanlegan ævintýraljóma. *) Brekkubrúnin að austan, Ketilsstaðamegin, þegar farið er til Fagradals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.