Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 73
dvöl
71
hennar. Hún virtist geta með
sanni talizt til þeirra kvenna,
sem gera vopnaburð karlmanna
sjálísagða ráðstöfun. Þegar hún
sneri sér að sakborningnum, var
sem henni brynni eldur úr augum,
en hvort því olli fremur ást eða
hatur, var ógerlegt að álykta.
Vera má og, að hvort tveggja hafi
valdið.
Hún talaði einnig i hálfum
hljóðum. Röddin titraði dálítið.
Einu sinni, þegar dómarinn beindi
spurningu til hennar, fnæsti hún
af bræði. Hún leit á hinn ákærða,
benti á hann með augunum. Því
næst blés hún úr nös sem móður
hestur.
En það fór ógæfusamlega fyrir
unga manninum. Hann var sekur
fundinn.
Öðru hverju varpaði mannfjöld-
ihn þungt öndinni, en ella ríkti
hauðaþögn í salnum. Kyrrðin var
slik, að maður gat greint risp-
hljóðið í pennum réttarskrifar-
anna. Já, því réttarskrifarar voru
Þarna. Guð minn góður! Hér var
ekki um leiksýningu að ræða.
hetta var hinn kaldi, nakti raun-
veruleiki, sem ekkert átti skylt við
ieikhús. Því fór alls fjarri, að þetta
væri sjónleikur. Enginn rithöfund-
hr átti hér hlut að máli. Ég var
hér áhorfandi að réttarhaldi.
Slíkan leik gat enginn af hendi
ieyst.
Stúlkan var leidd á brott. Ný
vitni komu fram á sjónarsviðið,
en framburður þeirra skipti auð-
sýnilega minna máli. Ég fylgdist
ekki framar með því, sem fram
fór. Mér var óbærileg raun að
sitja þarna lengur.
Það var hætt að rigna, þótt
allt útlit virtist fyrir, að þurrviðri
myndi aðeins haldast skamma
hríð. Boglamparnir á breiðstræt-
inu voru sveipaðir bláleitri móðu,
svo að efstu hæðir húsanna urðu
ekki greindar. En niðri við gang-
stéttina gat að líta ljósaauglýs-
ingarnar eins og fyrirheit mikill-
ar hamingju.
Ég lagði leið mína eftir hliðar-
stræti, sem smám saman varð
skuggalegra, óhreinna og þrengra.
Það var svo bugðótt, að erfiðleik-
um var háð að gera sér grein fyrir
í hvaða átt var stefnt. Það hallaði
undan fæti og svo var hált á stein-
stéttinni að gæta varð fyllstu var-
úðar. Hundar, sem sýnilega voru
illa haldnir, þefuðu af steinræs-
inu og sleiktu út um.
Daginn eftir keypti ég mér dag-
blað en gat ekki lesið orð af því,
sem þar stóö. Væri þetta nú rúss-
neska, hugsaði ég, eins og það
hefði breytt nokkru. Blaðið virt-
ist aðeins hafa að geyma pírum-
pár og hin furðulegustu tákn. En
ég heimsótti einn af viðskiptavin-
um mínum um hádegisbilið og
spurði hann spjörunum úr, enda
varð ég að fróðari.
Þannig var mál með vexti, að sá
var siður að nota gamalt leikhús