Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 93

Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 93
DVÖL 91 um og íslenzkir skór skorpnuðu á fótum þeirra. Ekki er ólíklegt að þeim hafi þá orðið hugsað til þess tíma, þegar hraun rann alla leið niður í sveit, og bæir og búgarðar fóru í auðn. Kirkjan í Reykjahlíð stóð eins og „klettur úr hafinu“, umkringd á alla vegu. Hana sak- aði ekki sjálfa, en bærinn hvarf í kolsvart hraunið. Nú hefir verið grafið niður úr hellunni og komið ofan á hlaðna veggi, sem fyrir 213 árum urðu eyðileggingunni að bráð. Þarna er sléttur sandur, þar sem hestarnir ótilkvaddir spretta úr spori. Þar hleypti félagi minn reiðhesti sínum á eftir hreintarfi, i fjárleitum fyrir nokkrum árum. Hesturinn fór á harðastökki, en tarfurinn slitnaði aldrei upp af brokki, þar til torveld hestaleið skildi á milli þeirra. Nú eru hrein- dýr öll útdauð af þessum slóðum, og hesturinn sá hniginn að foldu. Hann var hvítur, með hrynjandi, silfrað fax, eins og þeir, sem kóngssynir einir áttu í ævintýrum til forna. Nú er hanns minnzt með söknuði. Þarna eru gjár og gljúfur í margra metra þykka hraunhell- una. Geigur stendur af kolsvörtu hyldýpinu. Víst er um það ,að á botni margra þeirra vitna hvítnuð bein um sorgleg ævilok margrar saklausrar sauðkindar, sem óvit- andi um alla hættu lagði leið sína út á snjóhuldu um haust eða vor, og var gleypt í einum bita, án þess þó að seðja hið minnsta tröllkonu- gin þessa geigvænlega hrauns. Þarna eiga þreyttir göngumenn ótalin spor. Mikið ef einhver þeirra hafa ekki verið blóðug. í fjárleit í fyrstu snjóum eru Aust- urfjöll eyðimörk. Þá er þessi dýrð- legi geimur fullur ógnar og erfið- is. Þá verður hver lítill spölur að endalausri leið og óravídd hinna vegalausu hrauna að heilli heims- álfu. Þá verður maðurinn lítill og máttur hans smár. Þá er hætta og búið fjörtjón við margt fót- málið, en þjáning allra mannlegra þjáninga — þorstinn — leggur helfjötur um fót hans. En mitt í smæð sinni og vanmætti, hefir þó margur maðurinn unnið 'hetju- dáð og ógleymanleg afrek í við- skiptum við þau óblíðu öfl. En nú eru Austurfjöll vafin sól- arljóma og litadýrð. Og við.félagar berumst á brúsandi tölti austur í átt til morgunroðans og rísandi dags. „Harpa vegarins“ syngur, slegin hófum hestanna níu. Föx- in flaksa, og fjör sindrar úr aug- um. Slíkt er ævintýri, ósvikið, tállaust og heillandi. II. Regnið streymir úr loftinu. Það hríslast af grjótinu og grefur holur í sandinn. Það rennur niður eftir hliðum hestanna og seytlar í hnakkinn. Úrfelli austlenzkra öræfa hefir viljað koma okkur í kynni við sig. Enda má segja, að könnun ókunns lands sé lítt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.