Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 95
dvöl
ÞaS er ævintýri, eftir slíkan dag
og slikt kvöld, að leggjast til
hvíldar í hvílu, taúna af umönnun
íslenzkrar gestrisni, líða inn á
lönd drauma og svefns, meðan
bylurinn geisar á þekjunni, en
hestarnir standa yfir stöllum full-
um af heyi.
Og ævintýrinu á þessum afdala-
bæ er ekki lokið. Næsta dag, hinn
17. júní, halda vættir landsins
hátíðlegan með snjósköflum í
byggð og skafrenningi í dala-
brúnum. Langferðahestum er ekki
ætlandi dagleið í svo vondu veðri
og ferðamönnunum bezt að bíða
betra færis. Enda reynist enginn
tími til ferðalags; um nóg annað
er að hugsa. Það kemur í ljós, að
ekki minna en tvö hljóðfæri eru
á Eiríksstöðum, og heimafólkinu
ekki annar stærri greiði gerður
en sá, að þau séu ekki látin ónot-
uð þenna dag. Og innan skamms
hefir það safnazt við hlið okkar
ferðamannanna, sem báðir erum
..hljóðabelgir“, og dagurinn líður
við söng og hljóðfæraslátt. Enn
einn þáttur fjölþætts menningar-
lífs kemur nú í ljós, enn einn
þáttur mannlegs eðlis, einn hinn
ríkasti og fegursti, sá sem skapar
heiðrikju í huga og hamingju í
bæ, sönghneigðin.
Við söng og ljóð á kyrrum kvöld-
um, eða í augnablikshvíld frá
önnum dagsins, gleymast áhyggj-
ur og erfiði, sem annars eiga svo
ríkan þátt í hugum manna.
Þreytan hverfur, og bæirnir breyt-
93
ast í „Dísarhöll“ mannlegra sálna,
sem eftir óþrjótandi leiðum leitar
sér gleði og göfgi. Slíkum stundum
innan stofuveggja islenzks dreif-
býlis fækkar óðum, því er mið-
ur. Þar er á ferðinni alvarleg
breyting og umhugsunarefni öll-
um þeim, sem unna þjóðinni góös.
Þeim stundum, sem gerir „veginn
að rósabraut" og „bæinn að
himnaríki“, má sízt fækka í lífi
sveitafólksins.
Næsta dag er ný ferð hafin, á-
fram austur í óvissuna. Hestarnir
stíga greitt út göturnar, kasta
toppi frá enni og bera höfuðin
hátt.
III.
Vegurinn er grýttur og seinfar-
inn. Allvíða eru fannir í lækja-
drögum og lágum. Gamlir götu-
slóðar vísa leið; á stöku stað
sleppa hestarnir í, en annars er
vegurinn torfærulaus.
Á einum stað er ný hreindýra-
slóð, á öðrum liggur stærðar
hreindýrshorn, nýfallið og fann-
hvítt. Við vonum að sjá íbúa
heiðarinnar, hina villtu gesti ís-
lenzkra öræfa, en sú von rætist
ekki.
Skýjafar er í lofti, sér til sólar,
og útsýni til Snæfells og Vatna-
jökuls gerist mjög fagurt, er á
daginn líður. Annars er mislyndi
veðráttunnar ekki með öllu horf-
ið. Fjúk er úr lofti á Fljótsdals-
heiði þenna dag.
Og áfram sækist leiðin, á full-
komnum hagleysum, klukkutíma