Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 123

Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 123
D VÖL 121 hann virðist vera hálfhræddur við mig. Að hugsa sér hvað allt er orðiö breytt. Og ég hafði ekki einu sinni tekið eftir þessu!“ Nú reis Tómas á fætur og skálm- aði yfir gólfið með miklum valds- mannsbrag, sneri.sér svo að far- miðasölunni og stakk höfðinu inn um afgreiðsluopið. „Hvað er þér á höndum?“ spurði afgreiðslumaðurinn. „Á höndum?“ sagði Tómas undr- andi. „Já, hvert vantar þig farmiða, aulabárður gamli?“ „Mig vantar engan fjandans far- miða,“ svaraði Tómas önugur og skimaöi rannsakandi um hólf og gólf. „Ég held manni sé nú ekki of gott að líta hér inn, þegar mann langar til.“ „Já, ef þig vantar farmiða,“ end- urtók afgreiðslumaðurinn, „en annars áttu ekkert með að vera að troða trýninu á þér hér inn.“ „Ha, trýninu á mér?“ endurtók Tómas. „He— veiztu við hvern þú ert að tala, ljúfur?“ „O—já ætli ekki það. Drukkið bóndafífl,“ sagði afgreiðslumaður- inn bálreiöur. „Hvern fjandann ertu að góna hér um alla veggi? Snautaðu burt.“ Þá beygði Tómas sig skyndilega ofurlítiö og spýtti hnetuhrati beint framan í afgreiðslumanninn og snaraðist síðan út úr húsinu. Hann var tekinn fastur rétt um leið og hann ætlaði að stíga í kerru sína og aka burt. Lögregluþjónarn- ir drógu hann inn í varðstöð sína þarna við brautarstöðina. Þegar Tómas hafði áttað sig á því, sem nú var að gerast, snaraði hann hendi í vasa sinn og dró fram rúbluseðil, sem hann skipaði lög- reglufyrirliðanum að rannsaka, hvort ekki væri falsaður. En fyrirliðinn deif aðeins penna sínum í byttu og skrifaði skýrslu um framferði Tómasar Hookov, þar sem skýrt var frá því, að nefnd- ur Tómas hefði haft í frammi sví- virðilegar móðganir við opinberan starfsmann, þar sem hann var að gegna sínu opinbera skyldustarfi. Ennfremur, að téður Tómas, sem auösjáanlega hefði verið mjög ölv- aður, hefði brutt hnetur inni í veit- ingasal stöðvarinnar og skyrpt hratinu á gólfið. Svo varð Tómas að krota kross undir skjalið til samþykkis, þar sem hann kunni ekki að skrifa nafnið sitt. Síðan fékk hann að fara. En um leið og hann sté yfir þröskuldinn, hristi hann höfuðið og stundi þungt. Hann leysti hestinn sinn og sett- ist í kerruna. Svo dró hann seðil upp úr vasa sínum og horfði stund- arkorn á myndina. Það kom þung- lyndislegt fyrirlitningarglott á andlitið og hann sagði: „O — þeir ljúga því, bölvaðir.“ Svo sló hann í klárinn og ók heimleiöis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.