Dvöl - 01.01.1943, Side 123
D VÖL
121
hann virðist vera hálfhræddur
við mig. Að hugsa sér hvað allt
er orðiö breytt. Og ég hafði ekki
einu sinni tekið eftir þessu!“
Nú reis Tómas á fætur og skálm-
aði yfir gólfið með miklum valds-
mannsbrag, sneri.sér svo að far-
miðasölunni og stakk höfðinu inn
um afgreiðsluopið.
„Hvað er þér á höndum?“ spurði
afgreiðslumaðurinn.
„Á höndum?“ sagði Tómas undr-
andi.
„Já, hvert vantar þig farmiða,
aulabárður gamli?“
„Mig vantar engan fjandans far-
miða,“ svaraði Tómas önugur og
skimaöi rannsakandi um hólf og
gólf. „Ég held manni sé nú ekki
of gott að líta hér inn, þegar mann
langar til.“
„Já, ef þig vantar farmiða,“ end-
urtók afgreiðslumaðurinn, „en
annars áttu ekkert með að vera
að troða trýninu á þér hér inn.“
„Ha, trýninu á mér?“ endurtók
Tómas. „He— veiztu við hvern þú
ert að tala, ljúfur?“
„O—já ætli ekki það. Drukkið
bóndafífl,“ sagði afgreiðslumaður-
inn bálreiöur. „Hvern fjandann
ertu að góna hér um alla veggi?
Snautaðu burt.“
Þá beygði Tómas sig skyndilega
ofurlítiö og spýtti hnetuhrati beint
framan í afgreiðslumanninn og
snaraðist síðan út úr húsinu.
Hann var tekinn fastur rétt um
leið og hann ætlaði að stíga í kerru
sína og aka burt. Lögregluþjónarn-
ir drógu hann inn í varðstöð sína
þarna við brautarstöðina.
Þegar Tómas hafði áttað sig á
því, sem nú var að gerast, snaraði
hann hendi í vasa sinn og dró fram
rúbluseðil, sem hann skipaði lög-
reglufyrirliðanum að rannsaka,
hvort ekki væri falsaður.
En fyrirliðinn deif aðeins penna
sínum í byttu og skrifaði skýrslu
um framferði Tómasar Hookov,
þar sem skýrt var frá því, að nefnd-
ur Tómas hefði haft í frammi sví-
virðilegar móðganir við opinberan
starfsmann, þar sem hann var að
gegna sínu opinbera skyldustarfi.
Ennfremur, að téður Tómas, sem
auösjáanlega hefði verið mjög ölv-
aður, hefði brutt hnetur inni í veit-
ingasal stöðvarinnar og skyrpt
hratinu á gólfið.
Svo varð Tómas að krota kross
undir skjalið til samþykkis, þar
sem hann kunni ekki að skrifa
nafnið sitt. Síðan fékk hann að
fara. En um leið og hann sté yfir
þröskuldinn, hristi hann höfuðið
og stundi þungt.
Hann leysti hestinn sinn og sett-
ist í kerruna. Svo dró hann seðil
upp úr vasa sínum og horfði stund-
arkorn á myndina. Það kom þung-
lyndislegt fyrirlitningarglott á
andlitið og hann sagði:
„O — þeir ljúga því, bölvaðir.“
Svo sló hann í klárinn og ók
heimleiöis.