Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 92
90
DVÖL
sinni fluttu heima hugsaðrar
dýrðar inn í íslenzka kotbæi,
meðan skammdegismyrkrið grúfði,
gusturinn næddi á þekjunni og
glæðurnar kulnuðu út í hlóðun-
um?
Nei. Svo er ekki. Þú vissir, hvað
þú sagðir. Þú vissir, að enn gerast
ævintýri, að lífið er fullt af undra-
löndum, að enn er full þörf þess,
að ljómi slíkra landa, sé fluttur
inn í íslenzka bæi og íslenzka
þjóðarsál, að enn eru til skamm-
degi kulnaðra glæða, þar sem er
full þörf allrar þeirrar dýrðar og
drauma, sem mannsandinn getur
þangað flutt. Þú vissir, að lífið allt
er ævintýri.
I.
Það er ævintýri, á sólglitrandi
morgni hins 15. júní, að stíga á
bak hesti sínum við hlið hins á-
gætasta ferðafélaga, og horfa á
sveit allra íslenzkra sveita — Mý-
vatnssveit — hverfa að baki sér.
Að hefjast upp aflíðandi brekkur
Námaskarðs og berast á hröðu
töltinu í blámóðu Austurfjalla.
Lausir við skrölt vagna og véla,
frjálsir ferða, tveir einir, í sálufé-
lagi við hóp fegurstu hesta! Slíkt
vekur fögnuð í hjarta, sem á sér
engan líka, unað, sem tæpast verð-
ur trúað, að sé af þessum heimi.
Moldargöturnar rjúka, og föxin
flaksa; 36 nýjárnaðir hestahófar
glymja við göturnar. Enn eru þær
glcggar, þótt sjaldfarnar séu, síðan
mennirnir tóku að velta sér á-
fram eftir byggðum brautum,
lokaðir inni í ólofti olíu og ryks.
Hópurinn er óðfús fararinnar.
Eldri hestarnir undrast tilbreytni
ferðalagsins, hinir yngri eru
gripnir eftirvæntingu hins ó-
komna. Flestir eru þeir ólærðir
unglingar. Þessi ferð á að verða
þeirra skóli, prófraun og reynsla,
sem endast skal til æviloka.
En gott er pelabarni hóglegs lífs
og lítilla mannrauna að hafa með
í förinni hrausta og tállausa
stólpagripi, örugga til átaka og
þrauta og hafa reyndan og lífs-
lærðan ferðafélaga, sem veit glögg
skil góðs og ills á langri leið.
Austurfjöll! Þvílíkt kynjasafn
öfgafullra andstæðna. Allt frá
rjúkandi kötlunum austan Náma-
fjalls til beljandi straumkasts
Jökulsár. ,,Reykirnir“ stíga hátt
til himins í léttu og tæru morg-
unloftinu og hestarnir hlaupa út
af götunni í átt til „reykjanna“.
Óljóst hugboð um vatn knýr þá
af leið — tálvon rjúkandi gufu.
Við auganu blasir órofin sléttan í
austurátt, umkringd „risum á
verði við sjóndeildarhring", sí-
skiptandi blæbrigðum í litum og
lögun. Þarna er kjarnaland eitt
hið bezta, öruggt til uppeldis og
framfærslu eins hins ágætasta
sáuðfjárstofns á íslandi. Þarna
eru sandar og brunahraun. í tíð
núlifandi manna brann eldur á
Austurfjöllum; Mývetningar gengu
á eldstöðvarnar og komu svo
nærri uppköstunum úr iðrum
jarðar, að hitinn sveið þeim í sjón-