Dvöl - 01.01.1943, Page 92

Dvöl - 01.01.1943, Page 92
90 DVÖL sinni fluttu heima hugsaðrar dýrðar inn í íslenzka kotbæi, meðan skammdegismyrkrið grúfði, gusturinn næddi á þekjunni og glæðurnar kulnuðu út í hlóðun- um? Nei. Svo er ekki. Þú vissir, hvað þú sagðir. Þú vissir, að enn gerast ævintýri, að lífið er fullt af undra- löndum, að enn er full þörf þess, að ljómi slíkra landa, sé fluttur inn í íslenzka bæi og íslenzka þjóðarsál, að enn eru til skamm- degi kulnaðra glæða, þar sem er full þörf allrar þeirrar dýrðar og drauma, sem mannsandinn getur þangað flutt. Þú vissir, að lífið allt er ævintýri. I. Það er ævintýri, á sólglitrandi morgni hins 15. júní, að stíga á bak hesti sínum við hlið hins á- gætasta ferðafélaga, og horfa á sveit allra íslenzkra sveita — Mý- vatnssveit — hverfa að baki sér. Að hefjast upp aflíðandi brekkur Námaskarðs og berast á hröðu töltinu í blámóðu Austurfjalla. Lausir við skrölt vagna og véla, frjálsir ferða, tveir einir, í sálufé- lagi við hóp fegurstu hesta! Slíkt vekur fögnuð í hjarta, sem á sér engan líka, unað, sem tæpast verð- ur trúað, að sé af þessum heimi. Moldargöturnar rjúka, og föxin flaksa; 36 nýjárnaðir hestahófar glymja við göturnar. Enn eru þær glcggar, þótt sjaldfarnar séu, síðan mennirnir tóku að velta sér á- fram eftir byggðum brautum, lokaðir inni í ólofti olíu og ryks. Hópurinn er óðfús fararinnar. Eldri hestarnir undrast tilbreytni ferðalagsins, hinir yngri eru gripnir eftirvæntingu hins ó- komna. Flestir eru þeir ólærðir unglingar. Þessi ferð á að verða þeirra skóli, prófraun og reynsla, sem endast skal til æviloka. En gott er pelabarni hóglegs lífs og lítilla mannrauna að hafa með í förinni hrausta og tállausa stólpagripi, örugga til átaka og þrauta og hafa reyndan og lífs- lærðan ferðafélaga, sem veit glögg skil góðs og ills á langri leið. Austurfjöll! Þvílíkt kynjasafn öfgafullra andstæðna. Allt frá rjúkandi kötlunum austan Náma- fjalls til beljandi straumkasts Jökulsár. ,,Reykirnir“ stíga hátt til himins í léttu og tæru morg- unloftinu og hestarnir hlaupa út af götunni í átt til „reykjanna“. Óljóst hugboð um vatn knýr þá af leið — tálvon rjúkandi gufu. Við auganu blasir órofin sléttan í austurátt, umkringd „risum á verði við sjóndeildarhring", sí- skiptandi blæbrigðum í litum og lögun. Þarna er kjarnaland eitt hið bezta, öruggt til uppeldis og framfærslu eins hins ágætasta sáuðfjárstofns á íslandi. Þarna eru sandar og brunahraun. í tíð núlifandi manna brann eldur á Austurfjöllum; Mývetningar gengu á eldstöðvarnar og komu svo nærri uppköstunum úr iðrum jarðar, að hitinn sveið þeim í sjón-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.