Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 145
DVÖÍ,
143
Yngri börnin voru þó ekki eins
ákveðin í þessu efni.
„Sýndu okkur það — lofaðu okk-
ur að sjá það“.
Þessi granni og liðlegi drengur
gekk nú nokkur skref frá girðing-
unni. Svo stanzaði hann og sveigði
búkinn aftur unz hendurnar námu
við jörð. Þá kastaði hann upp fót-
um og fór yfir sig. Og þetta gerði
hann hvað eftir annað, hratt og
liðlega, og tók margskonar stökk
og sveiflur. Það sá í gráleita húð-
ina á mögrum líkamanum um
götin á fötunum hans. Herðablöð,
hné og olnbogar stóðu út í húð-
ina og viðbeinin voru eins og
klafi um hálsinn. Manni fannst
að þessi mjóu bein hlytu aö
brotna í næstu sveiflu. Hann varð
löðursveittur af þessari miklu á-
reynzlu og skyrtubakið varð gegn-
vott. Eftir fyrstu lotuna leit hann
til barnanna með daufu brosi, og
bað var ógeðfellt að sjá þjáning-
una, sem speglaðist í svörtum
augum hans. Þau hvörfluðu frá
einu til annars, eins og undan
þunga ofurmannlegrar áreynzlu.
Börnin hvöttu hann með háum
hrópum, og sum voru þegar farin
að reyna að líkja eftir honum,
steypa sér kollhnís í eðjunni, detta
og æpa af öfund og hrifni.
En þessi læti þeirra fengu skjót-
an endi, þegar drengurinn sneri
sér að þeim með góðlátlegu fasi
um leið og hann hætti leik sínum
með fimlegri sveiflu, og ságði
blátt áfram um leið og hann rétti
fram hendina:
„Jæja, gefið mér nú eitthvað.“
Þau steinþögðu öll — svo sagði
einhver:
„Peninga?"
„Já,“ sagði drengurinn.
„Sá er góður“.
„Við hefðum getað gert þetta
alveg eins vel sjálf, fyrir peninga“.
Og þessi beiðni vakti fjandsam-
lega og hæðnislega afstöðu hjá
þessum litlu áhorfendum til fim-
leikamannsins unga. Og börnin
lögðu af stað út á sléttuna, hlæj-
andi og masandi. Auövitað áttu
þau enga peninga, og ég hafði að-
eins sjö kópeka í vasanum. Ég
stakk tveim þeirra í litla óhreina
lófann, og drengurinn þreifaði
um þá með fingrunum og sagði
brosandi:
„Þakka þér fyrir“.
Svo sneri hann sér við og gekk
burt, og ég sá að skyrtan hans var
flekkótt á bakinu og loddi við
herðarnar.
„Bíddu, hvaö er þetta?“
Hann stanzaði, sneri sér við,
leit á mig og sagði jafn góðlátlega
og fyrr:
„Þetta á bakinu? Við duttum
úr gálganum á fimleikasýningu.
Pabbi liggur ennþá, en ég er nú
orðinn góður“.
Ég lyfti skyrtunni. Eftir endi-
löngu bakinu frá vinstri öxl niður
á mjöm var hálfgróið, svart ör,
þakiö þykkum hrúðri. Við stökkir,
og sveiflurnar hafði sáriö rifnaö