Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 57
DVÖL
55
eins gljáandi og þau frekast gátu
orðið. „Nei, ekkert um það að
segja, síður en svo. María er bezta
stúlka, bæði dugleg og greind —
og stendur til að eignast sitthvað.
— O, það held ég .... En í þínum
sporum skyldi ég nú samt ekki gera
mér svo títt um hana. Hún er of
gömul handa þér.“
„Það er öllu óhætt með það,“
sagði ég hlæjandi.
„Já, ég veit það,“ greip hann
fram í. „En ég segi þetta nú svona
við þig, af því að ég vil þér vel. —
Og það er aldrei gott, að konan sé
miklu eldri en maðurinn — það
fer aldrei vel ... . Og satt að segja,
drengur minn, þá þarft þú nú að
fara að líta dálítið í kringum þig
— svona að fara að taka eftir,
hvort þú sæir enga, sem þú gætir
fest þig við og fengið fyrir konu.“
„Mér finnst nú ekki liggja svo
mikið á því,“ svaraði ég. „Það er
svo sem alltaf nógur tíminn til
þess.“
„Já, það segir þú alveg satt, það
liggur ekkert á,“ samsinnti Niels.
-— „Hvað ertu annars gamall,"
„Tuttugu og tveggja.“
„Nú, ekki nema tuttugu og
tveggja. Já, ekki er aldurinn hár.
Þú ert ungur enn — og auðvitað
liggur þér ekkert á að komast í
hjónabandið. — Ég var nú orðinn
þrjátíu og þriggja ára sjálfur,
þegar ég giftist. Og það fór allt
saman vel — lof sé Guði! — En
hvað sem því líður — þú ert nú
samt kominn á þann aldur, að þú
þarft að fara að líta í kringum
þig .... Tækifæri gæti boðizt, sem
kannske kæmi ekki aftur .... Þú
ert nú það vel menntur, að þú
þyrftir ekki að taka niður fyrir
þig — ekki að hugsa of lágt ....
Og það er á ýmislegt að líta fleira
en andlitið eitt. Það þarf að vera
greind stúlka, sæmilega vel að sér
og vel verki farin — og svo að hún
eigi eitthvað til — eða standi til
að eígnast eitthvað. Það er nú ein
hlið, sem ekki ætti að gleymast
ungum manni, sem vill komast
áfram í heiminum.“
„En ég á nú ekkert til sjálfur
— ekki svo mikið sem bót fyrir
skóinn minn,“ sagði ég, „svo ég
held, það yrði nú minna úr því,
þó ég færi að biðja einhverrar
ríkrar stúlku.“
„Ja — það átti ég ekki heldur,“
sagði Niels gamli og brosti undir-
furðulega. „En ég fékk dálítinn
slatta með Soffíu — og það hefir
blessazt furðu vel — lof sé Guði!
Stúlkurnar hugsa ekki svo mikið
um það, lagsmaður, ef þeim ann-
ars lízt á piltinn — það er nú mín
reynsla. — Og þú ættir, finnst mér,
að geta haldið til jafns við hverja
bóndadóttur hér á landi. Því
skaltu taka eftir — og láta hinar
eiga sig. — Ekki svo að skilja, að
ég ætlist til, að þú sýnir fátækum
stúlkum fyrirlitningu. Langt frá
því! “
Við reyktum báðir svolitla stund
í ákafa. Mér þótti í öðru veifinu
gaman að samtalinu og var ofur-