Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 57

Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 57
DVÖL 55 eins gljáandi og þau frekast gátu orðið. „Nei, ekkert um það að segja, síður en svo. María er bezta stúlka, bæði dugleg og greind — og stendur til að eignast sitthvað. — O, það held ég .... En í þínum sporum skyldi ég nú samt ekki gera mér svo títt um hana. Hún er of gömul handa þér.“ „Það er öllu óhætt með það,“ sagði ég hlæjandi. „Já, ég veit það,“ greip hann fram í. „En ég segi þetta nú svona við þig, af því að ég vil þér vel. — Og það er aldrei gott, að konan sé miklu eldri en maðurinn — það fer aldrei vel ... . Og satt að segja, drengur minn, þá þarft þú nú að fara að líta dálítið í kringum þig — svona að fara að taka eftir, hvort þú sæir enga, sem þú gætir fest þig við og fengið fyrir konu.“ „Mér finnst nú ekki liggja svo mikið á því,“ svaraði ég. „Það er svo sem alltaf nógur tíminn til þess.“ „Já, það segir þú alveg satt, það liggur ekkert á,“ samsinnti Niels. -— „Hvað ertu annars gamall," „Tuttugu og tveggja.“ „Nú, ekki nema tuttugu og tveggja. Já, ekki er aldurinn hár. Þú ert ungur enn — og auðvitað liggur þér ekkert á að komast í hjónabandið. — Ég var nú orðinn þrjátíu og þriggja ára sjálfur, þegar ég giftist. Og það fór allt saman vel — lof sé Guði! — En hvað sem því líður — þú ert nú samt kominn á þann aldur, að þú þarft að fara að líta í kringum þig .... Tækifæri gæti boðizt, sem kannske kæmi ekki aftur .... Þú ert nú það vel menntur, að þú þyrftir ekki að taka niður fyrir þig — ekki að hugsa of lágt .... Og það er á ýmislegt að líta fleira en andlitið eitt. Það þarf að vera greind stúlka, sæmilega vel að sér og vel verki farin — og svo að hún eigi eitthvað til — eða standi til að eígnast eitthvað. Það er nú ein hlið, sem ekki ætti að gleymast ungum manni, sem vill komast áfram í heiminum.“ „En ég á nú ekkert til sjálfur — ekki svo mikið sem bót fyrir skóinn minn,“ sagði ég, „svo ég held, það yrði nú minna úr því, þó ég færi að biðja einhverrar ríkrar stúlku.“ „Ja — það átti ég ekki heldur,“ sagði Niels gamli og brosti undir- furðulega. „En ég fékk dálítinn slatta með Soffíu — og það hefir blessazt furðu vel — lof sé Guði! Stúlkurnar hugsa ekki svo mikið um það, lagsmaður, ef þeim ann- ars lízt á piltinn — það er nú mín reynsla. — Og þú ættir, finnst mér, að geta haldið til jafns við hverja bóndadóttur hér á landi. Því skaltu taka eftir — og láta hinar eiga sig. — Ekki svo að skilja, að ég ætlist til, að þú sýnir fátækum stúlkum fyrirlitningu. Langt frá því! “ Við reyktum báðir svolitla stund í ákafa. Mér þótti í öðru veifinu gaman að samtalinu og var ofur-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.