Dvöl - 01.01.1943, Side 93
DVÖL
91
um og íslenzkir skór skorpnuðu á
fótum þeirra. Ekki er ólíklegt að
þeim hafi þá orðið hugsað til þess
tíma, þegar hraun rann alla leið
niður í sveit, og bæir og búgarðar
fóru í auðn. Kirkjan í Reykjahlíð
stóð eins og „klettur úr hafinu“,
umkringd á alla vegu. Hana sak-
aði ekki sjálfa, en bærinn hvarf í
kolsvart hraunið. Nú hefir verið
grafið niður úr hellunni og komið
ofan á hlaðna veggi, sem fyrir 213
árum urðu eyðileggingunni að
bráð.
Þarna er sléttur sandur, þar sem
hestarnir ótilkvaddir spretta úr
spori. Þar hleypti félagi minn
reiðhesti sínum á eftir hreintarfi,
i fjárleitum fyrir nokkrum árum.
Hesturinn fór á harðastökki, en
tarfurinn slitnaði aldrei upp af
brokki, þar til torveld hestaleið
skildi á milli þeirra. Nú eru hrein-
dýr öll útdauð af þessum slóðum,
og hesturinn sá hniginn að foldu.
Hann var hvítur, með hrynjandi,
silfrað fax, eins og þeir, sem
kóngssynir einir áttu í ævintýrum
til forna. Nú er hanns minnzt með
söknuði.
Þarna eru gjár og gljúfur í
margra metra þykka hraunhell-
una. Geigur stendur af kolsvörtu
hyldýpinu. Víst er um það ,að á
botni margra þeirra vitna hvítnuð
bein um sorgleg ævilok margrar
saklausrar sauðkindar, sem óvit-
andi um alla hættu lagði leið sína
út á snjóhuldu um haust eða vor,
og var gleypt í einum bita, án þess
þó að seðja hið minnsta tröllkonu-
gin þessa geigvænlega hrauns.
Þarna eiga þreyttir göngumenn
ótalin spor. Mikið ef einhver
þeirra hafa ekki verið blóðug. í
fjárleit í fyrstu snjóum eru Aust-
urfjöll eyðimörk. Þá er þessi dýrð-
legi geimur fullur ógnar og erfið-
is. Þá verður hver lítill spölur að
endalausri leið og óravídd hinna
vegalausu hrauna að heilli heims-
álfu. Þá verður maðurinn lítill og
máttur hans smár. Þá er hætta
og búið fjörtjón við margt fót-
málið, en þjáning allra mannlegra
þjáninga — þorstinn — leggur
helfjötur um fót hans. En mitt í
smæð sinni og vanmætti, hefir þó
margur maðurinn unnið 'hetju-
dáð og ógleymanleg afrek í við-
skiptum við þau óblíðu öfl.
En nú eru Austurfjöll vafin sól-
arljóma og litadýrð. Og við.félagar
berumst á brúsandi tölti austur í
átt til morgunroðans og rísandi
dags. „Harpa vegarins“ syngur,
slegin hófum hestanna níu. Föx-
in flaksa, og fjör sindrar úr aug-
um. Slíkt er ævintýri, ósvikið,
tállaust og heillandi.
II.
Regnið streymir úr loftinu. Það
hríslast af grjótinu og grefur
holur í sandinn. Það rennur niður
eftir hliðum hestanna og seytlar
í hnakkinn. Úrfelli austlenzkra
öræfa hefir viljað koma okkur í
kynni við sig. Enda má segja, að
könnun ókunns lands sé lítt að