Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 99
dvöl
97
hennar, eins og þar skuli leitað
náttstaðar.
Innan skamms liggur Héraðið
að’ baki okkar eins og útbreitt
landabréf. Flóinn spegilsléttur og
glitrandi, Dyrfjöll með dimmum
skuggum í skriðum og klettum,
hvítum, sólglitrandi fönnum og
hinum furðulegustu kynjamynd-
um í hnjúkum og tindum. Lagar-
fljót og Jökulsá, sem skipta á milli
sín þessu víðlenda héraði frá
jöklum til hafs og keppa hvor við
aðra um mikilleik og stórlæti,
fallast í faðma frammi fyrir hinu
volduga hafi. Þær tefja för sína
til tortímingar með litlu ljóði,
letruðu á sand hinnar breiðu fjöru,
en hníga svo að hjarta þess í ein-
ingu, hógværð og lítillæti.
Við stígum af baki og látum
hestana bíta. Nú vantar ekki
grængresið. Við höfum á ferð
okkar orðið vorinu samferða. Það
hefir á hverjum degi bætt blóm-
um og gróðri á götu okkar. Hér
er komið blágresi og hrútaberja-
lyng, höfuðskrautjurtir hlíða og
lækjarhvamma.
Og nú gefst tóm til þess að hug-
leiða ferð sína. Hún var hafin úr
gráum högum, eftir vetrarfrost og
vorkulda til hins fullgróna hag-
lendis við fætur okkar. Leið okk-
ar lá um heiðar til hafs, frá sól-
glitrandi jöklasýn til silfurspegl-
andi flóans, um öræfaauðn til al-
gróinnar byggðar, um auðnanna
hljóð til hins fossandi fjallalækjar
við hlið okkar.
Við virðum fyrir okkur hestana,
sem úða í sig grængresið. Þessa
þolgóðu, tállausu ferðafélaga,
sem gera hverja ferð að fagnað-
arríku, ósviknu ævintýri og enn
taka okkur á bak sitt og bera okk-
ur hærra og hærra upp á við.
Upp við brúnina hverfur sólin
bak við brattann. En þegar upp
er komið, þegar „Fönnin"*) hljóð-
lega og lotningarfull lokar bók
Héraðsins að baki okkar, þegar
hallar undan fæti niður Fagradal,
sjáum við hvar hún siglir á bláum
bárum Vopnafjarðar. Skin hennar
bregður gullslit á götuna, glóir í
augum hestanna og vísar veg til
náttstaðar.
Það er síðla gengið til sængur í
Fagradal þetta kvöld. Einn af-
skekktasti bær á íslandi, einangr-
aður af útsæ og himingnæfandi
fjöllum, vafinn ógnum i brimi og
fárviðrum, ofurseldur skammdeg-
ismyrkri og miðsvetrarhríðum,
fær mikla umbun mikilla þrauta.
Á vorin setzt þar aldrei sól; Það
eru hans laun. Þá verður þar slíkt
ævintýraland okkur farandsvein-
unum tveimur, að orð fá ekki lýst.
Ástúð hins afskekkta fólks, sem
fagnar okkur sem vinum, hið
töfrafulla umhverfi og eldurinn í
norðri, sem aldrei slokknar þessa
nótt, allt rennur það saman í ó-
rjúfanlegan ævintýraljóma.
*) Brekkubrúnin að austan,
Ketilsstaðamegin, þegar farið er
til Fagradals.