Dvöl - 01.01.1943, Síða 98
96
ir og gefast upp við að vera þeim
farartálmi, en veita þeim ein-
ungis svalandi bað upp á síður og
lendar. Jökulsá og Keldná eru
báðar reiðar fyrir neðan Val-
þjófsstað, við fáum fylgd yfir á
bakkann, og höldum síðan í norð-
urátt til náttstaðar og hvíldar.
Sól er sigin að viði. Kvöldið er
milt og hlýtt. Okkur ber óðfluga
áfram greiðfærar göturnar niður
með Lagarfljóti. Dularfullur ilmur
kemur á móti okkur. Eins og ó-
væntur, titrandi fögnuður fyllir
hann loftið. Jú, það er ekki um
að villast. Nýtt ævintýraland er í
nálægð. Tákn hinnar mestu dá-
semdar vors og vaxtar, hinnar
dýpstu hamingju og helgustu
gleði, tákn eilífraí- gróandi æsku
og ástar — ilmur laufgaðra skóga!
Hann kemur á móti okkur með
fangið fullt af lofsöng til lífsins.
í kyrrð hnígandi dags hverfum
við inn milli laufgaðra greina
skógarins við Hallormsstað.
IV.
Það er ævintýri að leggja upp í
langa ferð. Það er enn meira heill-
andi að halda heim á leið. „Röm
ér sú taug, er rekka dregur föður-
túna til“. Hestar og menn eru
heimfúsir. Takmarkinu er náð,
nú skal halda í vesturátt, undir
sólarlag og til leiðarloka.
Það er þokuloft til landsins, en
sólfar og heiður himinn út til hafs
að sjá. Við félagar erum fæddir
undir heillastjörnu. Sól og heiður
D VÖL
himinn hafa unnað okkur alls
góðs á átta dögum af níu, sem við
höfum verið á fei’ð. Og fyrst þoka
varnar sýn til landsins, leitum við
birtunnar út við sjó. Við höldum
niður Jökulsárhlíð. Það birtir því
meir sem á daginn líður. Með
Dyrfjöll á hægri hönd og Hlíðar-
fjöll á hina, njótum við nú eins
hins bezta reiðvegar á íslandi.
Vegurinn, ásamt óljósri vitund um
áttina heim, gerir hestana æra af
fögnuði. Birtan og sólskinið til
norðurs seiða ferðamennina. Frá
Kaldá til Ketilsstaöa má heita að
farið sé í spretti, með hvíld á ein-
um stað. Eggsléttar sandgötur fylla
skeifur hestanna og veita hófun-
um hald og traust. Folarnir stand-
ast ekki slíkan veg. Nú skal það
sjást, hver sé viðbragðsfyrstur,
teygi sig lengst á stökkinu, fái
mestan hróður að lokinni lang-
ferðinni. Og tömdu hestarnir
hringa makkann, leika í taumum
og tölta hærra og léttara en
nokkru sinni fyrr.
Fyrir norðan Ketilsstaði, nyrzta
bæ í Jökulsárhlíð, komum við
norður undan þokufeldinum, sem
hulið hefir himininn þenna dag,
norður í glitrandi kveldsól kyrr-
látrar aftanblíðu. Hún hellir sér
yfir okkur niður brekkurnar. Við
snúum hestunum á götuslóða, sem
liggur upp brekkuna, í átt til
Hellisheiðar og Vopnafjarðar, eða
Fagradals, en þangað er ferðinni
heitið þann dag. Sólin nemur við
brekkubrún, við stefnum beint til