Hlín - 01.01.1955, Side 10
8
Hlín
Vöntun á guðshúsi er stærsta neyðin í augum sumra.
Þegar bygðin skiftist í tvo söfnuði, sem er sama árið og
fjelagið er stofnað, þá finst einni konunni að nú sje
ómögulegt að halda áfram fjelagsskapnum. — Forsetinn
segir þá, að hún vilji helst, að þessi sundrung karlmann-
anna verði ekki til ágreinings í kvenfjelaginu. — Það verð-
ur úr, Iþví í 10 ár starfa þær sem eitt fjelag, og láta ekki
keppni karlmannanna verða sjer að fótakefli. — Þegar
fjelagið seinna skiftist, ex það vegna ljarlægðar um fund-
arsókn og stærð nýlendunnar.
Líknarstarfsemin er einn aðalþátturinn frá byrjun. —
Þegar einhver vill látia kvenfjelagið byggja girðingu utan-
um kirkjugarðinn, segir ein konan: ,,Það er meira góð-
verk fyrir Guði að hjálpa fátækum en að byggja girðingu
um grafreit." — í bygðinni þar sem vöntun var á sam-
komuhúsi og allir jafn fátækir var ekki auðvelt um fjár-
öflun. — Skemtisamkomur voru það helsta. — Leikritin
„Nýársnóttin“, „Sigríður Eyjafjarðarsól", „Eiturlækning-
in“, „Hermannaglettur" o. fl. eru sýnd á stærstu heimil-
unum í austur -og vesturbygðinni. — Stundum vinna
konurnar ýmislegt af handavinnu á fundunum og selja
svo fjelaginu til arðs. — Peninga sína lána þær bændun-
um, gegn góðri rentu. (Frá sex og upp í tíu prósent taka
þær.) — Þegar peninga er þörf, og þær hafa enga, þá skjóta
þær saman á fundi. Þannig gefa þær fátækum hjónum 20
dali. — Kirkjubyggingu styðja þær með ráði og dáð. —
Leikritið: „Ekki eru allar ferðir til £jár“ leika þær henni
til stuðnngs. (Fá inn 120 dali.) — Seinna byggja þær söng-
pall, prjedikunarstól, kirkjugrunn, kaupa orgel (300
dali), skírnarfont og skírnarskál. — Lampa, sem kostar 40
dali kaupa þær í kirkjuna. — Trúboði og star.fi kirkjunn-
ar sinna þær af áhuga. — Jóns Bjarnasonar skóla í Winni-
peg gefa þær 25 dali ár eftir ár. — Elliheimilið Betel
styrkja þær með 100 dölum í fjölda ára. — Winnipeg Ho-
spital fær einnig stórgjafir nokkrum sinnum. — Seinna í