Hlín - 01.01.1955, Side 31

Hlín - 01.01.1955, Side 31
Hlin 29 liðin frá fæðingu hennar. Þessvegna er þessi guðsþjónusta sjerstaklega lielguð minningu hennar. Hún mun skipa sjerstakt sæti í hugum þeirra er þ'ektu Iiana persónulega. Ekki mun það vera svo eingöngu vegna þess að hún var frumherjakona,. og eiginkona hins mikilsvirta stofnanda lúterska kirkjul jelagsins, og fyrsta prests þessa safnaðar, lieldur vegna frábærra mannkosta og hæfileika hennar sjálfrar. Hún var vissulegia ein þeirra kvenna. sem óttað- ist Drottinn. Trú hennar mun hafa verið djúpstæð og rót- gróin, innilegt alvörumál hjartans. Þessi trú skapaði henni festu og fórnfýsi, sem okkur, sem nú lifum, er erfitt að skilja til fulls og meta eins og vert er. — Þessi kona var af höfðingjaættum, eins og talið var á Islandi, og uppalin í höfuðstað landsins. — Hún hafði átt heima í stórborgun- um Milwauk'ee og Minneapolis, en samt hikaði hún ekki við að fara út í fen og forað óbygðanna, og taka þátt í hinu frumstæðasta nýlendulífi 'fólks okkar hjer norður í Kan- ada. — Um haustið 1877 skrifar hún kunningja sínum brjef, þar sem hún lýsir ástæðum og bústað þeirra hjóna. — í brjefi þessu er hvergi möglun eða eftirsjá að finna, en hún getur þess, að kunningjar þeirra hafi rýmt svo til í bjákahúsi sínu, að prestshjónin gátu komið rúmi undir vegg, en engan veginn varð það þó umflúið að sót rynni ofan í rúm þeirra í hvert sinn sem rigndi nokkuð að mun. En með vorinu tók hún að rækta blóm umhverfis hið hrörlega býli. Var slíkt háttalag þá einsdæmi. — En þetta reyndist táknræn iðja. — Lífsstarf hennar varð einmitt þetta: Að rækta blóm í auðninni, að hlynna að öllum nýgræðingi. — Hún stofnaði kvenljelag jressa safnaðar árið 1886, og mun öðrum fremur hafa mótað anda og stefnu þess fjelagsskapar alt fram á þennan diag, einnig stefnu þeirra kvenna, sem aldrei kyntust lrenni persónu- lega. — Það sjest ljósast af sögu hennar, að hún hafði bæði afl og áhrif, og beitti hvorutveggja til blessunar voru fólki, og við erum enn að uppskera þar sem hún sáði. — En þótt hún stofnaði þetta kvenfjelag, var hún stæiri en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.