Hlín - 01.01.1955, Page 31
Hlin
29
liðin frá fæðingu hennar. Þessvegna er þessi guðsþjónusta
sjerstaklega lielguð minningu hennar. Hún mun skipa
sjerstakt sæti í hugum þeirra er þ'ektu Iiana persónulega.
Ekki mun það vera svo eingöngu vegna þess að hún var
frumherjakona,. og eiginkona hins mikilsvirta stofnanda
lúterska kirkjul jelagsins, og fyrsta prests þessa safnaðar,
lieldur vegna frábærra mannkosta og hæfileika hennar
sjálfrar. Hún var vissulegia ein þeirra kvenna. sem óttað-
ist Drottinn. Trú hennar mun hafa verið djúpstæð og rót-
gróin, innilegt alvörumál hjartans. Þessi trú skapaði
henni festu og fórnfýsi, sem okkur, sem nú lifum, er erfitt
að skilja til fulls og meta eins og vert er. — Þessi kona var
af höfðingjaættum, eins og talið var á Islandi, og uppalin
í höfuðstað landsins. — Hún hafði átt heima í stórborgun-
um Milwauk'ee og Minneapolis, en samt hikaði hún ekki
við að fara út í fen og forað óbygðanna, og taka þátt í hinu
frumstæðasta nýlendulífi 'fólks okkar hjer norður í Kan-
ada. — Um haustið 1877 skrifar hún kunningja sínum
brjef, þar sem hún lýsir ástæðum og bústað þeirra hjóna.
— í brjefi þessu er hvergi möglun eða eftirsjá að finna, en
hún getur þess, að kunningjar þeirra hafi rýmt svo til í
bjákahúsi sínu, að prestshjónin gátu komið rúmi undir
vegg, en engan veginn varð það þó umflúið að sót rynni
ofan í rúm þeirra í hvert sinn sem rigndi nokkuð að mun.
En með vorinu tók hún að rækta blóm umhverfis hið
hrörlega býli. Var slíkt háttalag þá einsdæmi. — En þetta
reyndist táknræn iðja. — Lífsstarf hennar varð einmitt
þetta: Að rækta blóm í auðninni, að hlynna að öllum
nýgræðingi. — Hún stofnaði kvenljelag jressa safnaðar
árið 1886, og mun öðrum fremur hafa mótað anda og
stefnu þess fjelagsskapar alt fram á þennan diag, einnig
stefnu þeirra kvenna, sem aldrei kyntust lrenni persónu-
lega. — Það sjest ljósast af sögu hennar, að hún hafði bæði
afl og áhrif, og beitti hvorutveggja til blessunar voru
fólki, og við erum enn að uppskera þar sem hún sáði. —
En þótt hún stofnaði þetta kvenfjelag, var hún stæiri en