Hlín - 01.01.1955, Qupperneq 52
50
Hlin
Hún gaf vinum sínum tíma sinn, hún miðlaði þeim a£
kunnáttu sinni, hún gaf þeim umhyggju sína og samúð,
hún gaf þeim s jálfa sig.
Solveig var listræn, smekkvís og hagleikskona með af-
brigðum, það var sem alt ljeki í höndunum á henni. Það
var unun að sitja hjá henni og horfa á þegar hún var að
sauma, hekla, knipla eða matreiða, allar hreyfingar hand-
anna voru svo vissar, fínar og fíjótar. Og allt sem hún
vann var gert af vandvrikni og bar á sjer snildarhand-
bragð. Altaf varhún reiðubúin að veita öðrurn leiðbein-
ingar, enda var jiað viðkvæðið hjá okkur, vinkonum
hennar, þegar við áttum í vandræðum með eitthvert verk-
efni, svo sem fatasnið, saumaskap, matreiðslu, framreiðslu
máltíða og ýmislegt annað, sem að heimilinu lýtur: „Við
skúlum spyrja Solveigu, hvernig eigi að gera þetta.“ —
Ekki voru þær fáar, ferðirnar, sem jeg fór til hennar til að
leita ráða. Og ávalt voru undirtektirnar þær sömu, hún
sneri sjer af alhug að þvf að leysa vandamálið, og gerði
það með svo glöðu geði, að alt varð auðvelt og skemtilegt.
— Víst minnumst við með innilegu þakklæti hinna mörgu
gleðistunda með henni.
Mjer varð ekki síður lærdómsríkt að þekkja Solveigu
Nielsen í mótlæti Itennar og sorgum. Þótt hún væri mik-
ill vinur vina sinna, var hún fyrst og fremst ástrík og um-
hyggjusöm eiginkona og móðir, er fórnaði sínum kröftum
í jtágu sinná nánustu. — Ilún misti með stuttu millibili
mann sinn og dóttur sína Valborgu, sem var gift og Ijet
eftir sig tvær kornungar dætur. — Eiginkonan og móðirin
var stöðugt við sjúkrabeð þeirra beggja á spítölunum,
fyrst hjá manni sínum, og svo hjá dóttur sinni. Þau
treystu engum betur en henni til að hlynna að sjer og
ihjúkra í dauðastríðinu, og hún brástþeim ekki. — Charles
Nielsen dó 10. júní 1952, en Valborg Nielsen Aylwin dó
5. desember 1953.
Þótt Solveig fengi þannig hvort áfallið á fætur öðru, virt-
ist henni aukast þróttur við hverja þraut, luin ljet aldrei