Hlín - 01.01.1955, Síða 56
54
Hlin
væri hún skólagengin, og bjó hún að því alla æí'i. — Á
Kópsvatni var mikill gestagangur, því bærinn lá þá í
þjóðbraut, þar var oft glatt á hjalla, margt um manninn,
sungið mikið og lesið og margt sem bar á góma. — Fylgdi
það Katrínu ávalt, að hún hafði yndi af fjölmenni og
mannfagnaði. Hún var að eðlisfari fíngerð og viðkvæm
og söngelsk með afbrigðum. Trúlmeigð var lnin, og mun
aldrei hafa glatað barnatrú sinni, en leitað og fundið
traust og huggun í henni til æfiloka. Hafði til dæmis á
efstu árum sínum mjög mikla gleði af því að hlýða á
sálmasöng og rnessur útvarpsins og söng þess yfirleitt,
fallegur söngur var alla tíð hennar mesta yndi.
Katrín giftist 1892 Eyvindi Hjartarsyni frá Austurhlíð
í Biskupstungum, gæða- og myndarmanni, að sögn.
Reistu þau bú í Uthlíð í sömu sveit og bjuggu þar í 3 ár.
— Þár eignuðust þau eina dóttur, Kristrúnu, nú húsfreyju
í Stardail á Kjalarnesi. — Frá Úthlíð fluttust þau að eign-
arjörð sinni Bóli í Biskupstungurn og bjuggu þar góðu
búi. — En samvistir urðu skammar, því Eyvindur dó um
sumarmál vorið 1898, eftir þann mikla harðindavetur.
Hætti Katrín að búa um vorið og fluttist aftur tiíl foreldra
sinna að Kópsvatni með litlu dóttur sína, þá þriggja ára
gamla, en var þar aðeins skamrna hríð, því foreldrar henn-
lar brugðu búi. — Var hún nokkur ár lausakona, og vann á
ýmsum stöðum, en átti þó heimili hjá Haraldi bróður
sínum, bónda á Hrafnkelsslöðum, og var þar mest, uns
hún vorið 1905 rjeðist til Egils bónda Þórðarsonar á Kjóa-
stöðum í Biskupstungum. Og þar eignaðist hún gott
heimili fyrir sig og barn sitt, því hún ílentist þar, og gift-
ust þau Egill og hún tveimur árum síðar, vorið 1907- —
Egill var hinn ágætasti maður, greindur og gegn og bú-
höildur góður. Var hann ekkjumaður og átti tvær full-
vaxnar dætur, Steinunni og Þórdísi, sem margir munu
kannast við, og urðu báðar merkar konur. Var ávalt mjög
kært á rnilli Katrínar og stjúpdætra hennar og einnig á
milli stjúpsystranna. — Þau Katrín og Egill eignuðust