Hlín - 01.01.1955, Side 57
Hlín
einn dreng, er fæddist andvana. — Bjuggu þau á Kjóa-
stöðum í 18 ár, eða til ársins 1923, en þá andaðist Egill og
Katrín varð ekkja að nýju.
Á Kjóastöðum er fagurt 'um að litast. Þar er víðsýni
mikið, liinn víði, fríði fjallahringur Suðurlandsundir-
lendisins nýtur sín þar óvenju vel. — Þar er Gullfoss á
næstu grösum, og þegar Geysir tekur loftköstin blasir hin
tígulega súla hans við auga, er ihún ber við himin. — Á
Kjóastöðum var líka fagur bæjarbragur í tíð þeirra Egils
og Katrínar, og voru þau mjög samhent um alt. — Þar var
búið með því búskaparlagi, er best þótti í byrjun þessarar
aldar, alt var þar í röð og reglu bæði utanbæjar og innan,
og sjaldan mun á því heimili hafa fallið stygðaryrði, eða
iieyrst Ijótt orð. — Egill var óvenjulega góður heimilisfað-
ir, og þannig reyndist hann sjúpdóttur sinni, sem mist
hafði föður sinin svo ung, en var þó orðin stálpuð, er hún
kom til hans, að jeg efast um, að hún liefði getað unnað
föður sínurn meira en hún unni stjúpa sínum, eða rnetið
hann meira.
lEftir lát Egils fluttust þær mæðgur til Reykjavíkur, en
dvöldust þar aðeins 2 ár. — Þá giftist Kristrún Jónasi
Maignússyni ljónda í Stardal og fluttist Katrín þá með
lienni þangað óg átti þar heima til æfiloka. — Varð þar
lengsti dvalarstaður 'hennar, fyrir utan æskuheimilið. — í
Stardal undi Katrín sjer vel. — Hún hafði alist upp og átt
heima í fögrum sveitum, og kom nú í sveit, sem að vísu
var fríð, en þó með alt öðrum hætti, en henni leiddist þar
aldrei einn dag, þótt víðsýni væri lítið, hjá því, sem hún
var vön. — í Stardal varð líka brátt umsvifiamikið heimili,
ntikil gestakoma og oft fjölmenni, og því kunni Katrín
sáluga ve.l, því altaf mun hún að einhverju leyti hafa sakn-
að Kópsvatns, síns glaðværa æskuheimilis. — En það sem
án efa var mest um vert ifyrir hana, var það, að hún var
altaf samvistum við einkadóttur sína og naut umhyggju
hennar, enda var mjög mikið ástríki með þeim mæðgum.
— Hún eignaðist líka góðan tengdason og efnileg dót'tur-