Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 86
84
Hlin
Og erum við betri menn, sem höfum rafknúnar vjelar
til allra smíða, en feður okkar og afar, sem surfu við skrúf-
stykkið daginn langan, söguðu með klósög, hefluðu með
strikheflum, hömruðu járnið og drógu fýsibelginn? —
Erum við glaðari, hraustari, fórnfúsari, orðheldnari, ætt-
rækn'ari? — Jeg held ekki. —
Frú Blöndal hafði líklega rj.etit fyrir sjer. — Tæknin og
iþægindin eru hættuleg manndómnum — hinum sönnu
dygðum.
Þú veist að jeg hætti að byggja hús. — M jer var það eig-
inlega ofvaxið, og fanst það auk þess vanþakklátt starf. —
Á atvinnuleysisárunum lijelt jeg, að ennþá nauðsynlegra
væri að stofna til aukinnar atvinnu í landinu. — Fanst að
atvinnuleysi væri enn þyngra böl en ljeleg húsakynni.
Jeg lief átt við ýmislegt síðan, eins og þú þdkkir til. —
Flestu hefur verið vel tekið: — Stálvöskunum — eldliús-
borðunum — þó einna best. — Við höfunr reynt að gena
þau eftir hvers mianns óskum, en oftast jmrft nokkurn af-
greiðslufrest.
Fitt sinn, sem oftar, komu til mín Irefðarhjón að panta
vaskaborð. — Frúin þurfti að fá jrað fljótt, unrfram alt
fljótt, og sló okkur óspart guLLhamra. — „Þakka yður fyr-
ir, frú, en verðið þið, húsfreyjurnar, betri manneskjur
nreð jrví að fá þessi góðu, en ódýru Vaskaborð í eldlrúsin
ykkar?“ — „Nei, en við verðum að fá jrau samt.“ — Jæja,
frú Blöndal hafði víst rjett fyrir sjer. — Nokkru síðar kom
önnur frú í sömu erindum. — Vaskaborð fljótt,, og spar-
aði ekki fögur orð. — Jeg dengdi yfir hana sömu spurn-
ingunni: „Jú, við verðum lretri m'anneskjur, og svo lifum
við lengur við betri heilsu." — Sko til, kannske var kenn-
ing lrú Blöndal orðin röng. — Jeg vildi að satt væri!
En heimurinn lítur ekki út fyrir jrað. — Ekki einusinni
þessi kæri, forni, afskekti „Einbúi í Atlantshafi", sem við
byggjum. — Hvernig er samlyndið lijá þjóðarkrílinu? —
Hvernig stjórnmálin? — Hvernig viðskiítasiðferðið? —
Hvernig trúmenskan við dagleg störf?