Hlín - 01.01.1955, Side 101
Hlin
99
að Sigurður tæki laglega upp í sig, ef 'hann sæi, hvernig
íslenskar konur, margar hverjar, eru farnar að skauta nú
á dögum. — Allir sjá líka að það er óviðeigandi að láta
stóra hárbrúskia rísa framundan koffrinu eða spönginni.
IJetta þarf að lagfæra, og þetta má lagfæra með samtök-
um og smekkvísi.
íslenski faldbúningurinn hefur, góðu heilli, haldið
sínu fagra formi að mestu leyti. — En það eru hversdags-
húningarnir: Peysufötin og upphluts'búningurinn sem
eru í hættu staddir vegna sífeldra breytinga. — Þar fer
hver eftir sínum smekk, sem oft er harla einkennilegur. —
Sniðið og litiurinn fá Iþó að halda sjer, sem betur fer. En
tilbrigðin við þessa búninga eru svunturnar og slifsin, og
upphlutstreyjurnar. Þar kemur til kasta íslenskra kvenna
að velja og hafna, velja vel og smekklega, ekki altof stór-
rósótt og skræpulegt, það Iiæfir ekki búningnum.
Eins og kunungt er var alt efni til íslenska þjóðbún-
ingsins hjer áður fyr unnið úr innlendu efni, jafnvel vað-
mál í skautbúninginn: Skotthúfan prjónuð, stakkpeysan
prjónuð, upp'hlutur og peysupils úr vaðmáli, dúksvunta.
Forgöngumenn nágrannaþjóða okkar leggja rnikla
áherslu á það að fá ullarefni í sína þjóðbúninga, sjá unr
að það sje framleitt annaðbvort á heimilunum eða í sjer-
stökum vinnustofum, lrafa það svo til á útsölum sínum,
ásanrt öðru til búninganna. — Jafnvel Danir. sem komu
einna síðastir inn í baráttuna fyrir þjóðbúningum, láta
sjer mjög ant um að fá efni, sem þeir telja að hæfi bún-
ingunum. — íslenskar stúlkur, sem læra vefnað í Dan-
mörku nú, skýra frá því, að þær sjeú að vefa efni, senr
skólinn framleiðir fyrir þjóðbúningana, eftir gönrlum
fyrirmyndum.
En á íslandi þykir ekkert frambærilegt í búningana
nema silki. — En það sjá allir, senr sjá vilja, að ullarefni,
vaðnrál eða klæði, á langtum betur við þjóðbúninginn en
silki, ber sig betur, lræfir að öllu leyti betur. (Ekki hæfir
silkið vel í lrversdagsfatnað eða á ferðalögunr, lrvernig
7*