Hlín - 01.01.1955, Side 103
Hlin
101
fallegasta höfuðfat. — Af sem áður var að sjá fallega
prjónahúfu. — Nú skartar allur almenilingur með flauels-
húfu með stoppi, annað þykir ekki hentia við silkipeysu-
löt. Svo nennir engin að prjóna lengur, segja kon-
urnar. — En þær eru ekki fallegar þessar húfur, gulgrænar
og snjáðar, herfilegar, og skottið svo langt, að skúfliólk-
urinn liggur niður á öxl. — Svo eru sumar konur með alla-
vega lita kamba í hárinu. I>að ætti að vera bannað.
Já, margt er að athuga í þessu búningamáli. — Það fer
að verða vandlifað hjá henni Halldóru minni, segja kon-
urnar. — Sokka ætti ekki að nota við þjóðbúninginn nema
sviarta, ekki einusinni silkisokka, þó svartir sjeu, þá sýn-
ast konurnar bara berfættar.
Eins og fyr var sagt klæða þjóðbúningar af líkamslýti,
en þó er ekki þar nteð sagt, að ekki sje hægt að búa sig
betur undir hann. — Þjóðbúningar útheimta góðan vöxt.
— Og Iþar sem búningurinn er nú að mestu leyti eingöngu
notaður sem sparibúningur, en ekki hversdags eða við
vinnu, mætti gera ráð fyrir, að hægt væri að þrengja svo-
•lítið að sjer, ekki bara um mittið með peysunni eða upp-
hlutnum (sem ekki er heldur þægilegt), en laga svolítið
vöxtinn með lífstykki, peysufata-lífstykki, sem lagar
sköpulagið á þeim sem eru orðnir nokkuð feitir, t. d.
Mjer þykir vænt um þjóðbúninginn og virði hann mik-
ils, get jeg ekki horft á það þegjandi að honum sje mis-
boðið.
Það' er ánægjulegt, að það virðist vera að glæðast áhugi
fyrir því hjá yngri konum að koma sjer upp búningi. —
Vel sje þeim fyrir það-
íslensku kvennaskólarnir ættu að taka upp þann garnla
og góða sið að kenna nemendum sínum lað sauma þjóð-
búninga (sbr. gamla Laugalandsskólann). Kenna þeim að
skattera, baldýra og knipla. — Þetta mætti komi í stað
allria dúkanna dýru.
íslenski þjóðbúningurinn þykir dýr. — Já, það er alt
dýrt, sem vandað er og virðulegt. — En mikið skal til mik-