Hlín - 01.01.1955, Síða 109
Hlín
107
tuskum finnast mjer sjerlega góð, sökum þess, hve þykk
og þjett þlau geta orðið. — Þarna er líka unnið verðmæti
úr því, er áður var lítils virði: Aðeins ónýtar tuskur.
Mjer var það mikil gieði, hve mikla ánægju konurnar
höfðu aí að vefa, og hve þær keptust við að fá afkastað
sem mestu. — Var dvöl mín hjá þeim því hin skemtileg-
asta. — Jeg var líka svo heppin að búia hjá hinu ágætasta
fólki þessar vikur, er jeg dvaldi á Djúpavogi: Rósu Ei-
ríksdóttur, formanni kvenf jelagsins, og manni hennar.
Seinni hlutia vetrar 1952 rjeð jeg mig aftur til vefnað-
arkenslu hjá Sambandi austfirskra kvennla, og nú hjá
Hofsdeild Kvenfjelags Vopnafjarðar. — Fór jeg landleið
norður og á hesti yfir Hellisheiði, og þótti fengur að, því
alls var jeg óvön slíku ferðalagi, og hafði aldrei farið
þarna um áður, en góðan hafði jeg fylgdarmann.
Á námsskeiði þessu voru allir þátttakendur í heimavist,
og var námsskeiðið haldið í Barna- og unglingaskólanum
á Torfastöðum í Vesturdal, hinni glæsilegustu byggingu.
— Vorum við í fæði hjá hinum ágætu skólastjórahjónum
Jóni Eiríkssyni og Láru Runólfsdóttur, er ætíð reyndust
okkur hið besta, stóð þar aldrei á einu, er hægt var fyrir
okkur að getla. — Við höfðum þar sannkallaðan sal til að
vefa í, gat verið þrísett röð af vefstólum eftir honum endi-
löngum, og ekki skorti birtuna, ein 'hliðin nær tómir
gluggar. — Húsið er ráflýst og ágæt miðstöðvartæki.
Sjö stúlkur voru á námsskeiði þessu og einn piltur, kom
sjer oft vel, ef einhver áhöld fóru afliaga, að hann var vel
lagtækur. — Þetta var alt ungt og kátt fólk og sótti verk
sitt af mjög miklu kappi, svo það á hrós skilið fyrir. —
Voru ofin þarna, á þessum 6 vikum, er námsskeiðið stóð,
128 stykki. — Ofið var 9 tíma á dag, auk þess höfðum við
oft vefnaðarfræði og vefnaðaruppskriftiir í aukatíma á
kvöldin. — Þó viar fullgengið frá hverju stykki, þegar
námsskeiðinu lauk. — Þá var nóttin tekin í það, sem dag-
urinn ekki entist til, svo var áhugi þessara ungmenna
óþrotlegur. — Ofnlar voru þarna áibreiður með salonsvefn-