Hlín - 01.01.1955, Side 114
112
Hlin
koma tveir yfirmenn skipsins til okkar, Erfiðlega gekk
okkur að skilja erindi þeirra, en komumst brátt að því,
að það var viðvíkjandi mjer og börnum mínum. Þeir
vildu fá fargjald fyrir tvö yngstu börnin. En eftir mínum
skilningi áttu þau að fara frítt, og jeg hafði ekki nóga
peninga til að borga fyrir þau. — Um kt öldið lieyrði jeg
á samtal samferðafólksins, sem taldi víst, að jeg og börnin
yrðum send heim aftur. Jeg lagðist þreytt til iivílu. —
Skapið var of órólegt til þess, að jge gæti beðið til Guðs.
Síðari hluta nætur fanst mjer sem almættið væri að kalla
á mig til 'bænar. Jeg bað, eins og jeg liafði aldrei gert áð-
ur. Bað um að eirihver leið opnaðist. — Einhver undra
styrkur streymdi í sál mína. Allur kvíði hvarf. Jeg sofnaði
umdir morgun og vaknaði hughraust að morgni.
Kl. 2 næsta dag kemur skipstjórinn til mín, tók af mjer
litla barnið og benti mjer að fara upp á Jrilfar með hin
tvö, og sýndi mjer með bendingum, að vera komin aftur
eftir klukkutímia. Þá beið litla dóttir mín þar í nýjum
fötum. — Á hverjum degi yfir Atlantshafið endurtók
þetta sig. Þessi góði maður sendi einhvern með hressingu
handa mjer, og sá hinn sarni leit eftir barninu í eina
klukkustund.
Þegar land sást, var allur hópurinn glaður að sjá fyrir-
heitna landið. Þennan dag kom þessi góði maður sjálfur.
Tók um hólkinn á skotthúfunni minni, sem var úr víra-
virki, mjög fallegur. Jeg tók af mjer húfuna og vildi gefa
honum hana sem þakklætisvott fyrir gæði lians við mig á
leiðinni. Hann nefndi Skotland. Benti á hólkinn. Stakk
hendinni svo í vasann og kom með fulla lúkuna af pen-
ingum, sent liann borgaði mjer fyrir húfuna. — Jeg vissi
að ltann áleit, að þettia mundi ekki meiða tilfinningar
mínar, en hann vildi ekki sleppa mjer í land peninga-
lausri með börnin. Svo tók liann ofan borðalögðu húf-
una, hneigði sig og fór. Nafn hans vissi jeg ekki. En jeg
veit að Guð hefur liaunað iionum þessa göfugmannlegu
framkomu við umkomulausa innflytjendur.