Hlín - 01.01.1955, Síða 124
122
Illin
hann ekki ætla aS komast að landi með hinn þunga og dýrmæta
farm. — Þegar okkur varð litið til skipsins, og sáum að verið var
að setja út björgunarbátinn, sem fjórir menn stukku síðan ofan í,
varð okkur ljóst, að hætta mundi vera á'ferðum, og urðum slegn-
ar ótta. — Mjer varð litið á forstöðukonuna, er á búlkanum sat,
og komu mjer þá í hug orð Matthíasar um hina bröttu báru, sem
brotnaði í himininn inn. — En litli vjelbáturinn vann á til lands
og komst í hlje við bryggju staðarins. — Var nú farið að aðstoða
mannskapinn í land. — Tvær stúlkur gátu komist í einu upp á
bryggjuna, önnur úr skut en hin úr barka. — Kaðli var kastað
niður til okkar og brugðum við honum um mittið, en sterkar karl-
mannshendur seildust til okkar, náðu í hendur okkar og kiptu
okkur upp á bryggjuna. — Sæta varð lögum til þess að þetta
mætti takast. — Þegar við höfðum allar fast land undir fótum,
hlupum við heim að Kvennaskólanum. — Flestar höfðum við
vöknað allmikið. — Þegar inn í skólann kom, tóku þar á móti
okkur yndislegar manneskjur, þar var hlýtt og gott að kasta vos-
klæðunum, og þá smakkaðist okkur maturinn heldur vel, því nú
vorum við soltnar orðnar, þrátt fyrir máltíðina góðu í norska
skipinu.
Forstöðukonan ljet draga fána að hún til heiðurs skipinu okk-
ar, en þá var komið svo mikið rok, að fánastöngin brotnaði, og
mun ekki hafa verið flaggað á skólanum allan næsta vetur. — En
nú kvað við blástur mikill. Það var skipið okkar að kveðja. —
Það blés fjórtán sinnum og sigldi síðan vestur yfir Húnaflóa. —
Seinna kom skipið til Blönduóss til að taka þar sauði. — Við gáf-
um því engan gaum, og var sem við værum búnar að gleyma
gestrisni og góðhug hinna norsku frænda okkar.
I skólanum.
Fyrstu dagana eftir að við komum í skólann vorum við, þessar
níu námsmeyjar, er komið höfðum svo snemma, látnar hjálpa til
við haustverkin. — Ýmislegt var verið að lagfæra og mála í hús-
inu. — Fengu tvær okkar að mála með smiðunum. — Skólinn var
settur 1. október, þá voru námsmeyjar flestar mættar. — Þennan
vetur voru nemendur 41, en kenslukonur 5, þær: Kristjana Pjet-
ursdóttir, forstöðukona, Ásta Sighvatsdóttir, vefnaðarkennari, Sig-
ríður Theodórsdóttir frá Bægisá, er kendi bóklegar greinar, Rann-
veig Líndal, matreiðslukennari, og Rannveig Jónasdóttir, er kendi
fatasaum. — Tvær hjálparstúlkur unnu í skólanum þennan vetur
og einn vinnumaður. — Als voru 49 manns í heimili.