Hlín - 01.01.1955, Page 128
126
Hlín
hjeldum hópinn, ráfuðum um borð í „Þór“ til að ná okkur í káp-
ur, því grænu dragtirinar þoldu illa regnið. — Af tilviljun hittum
við loftskeytamanninn og bauð hann okkur inn til sín í lítinn
klefa, sem hann hafði uppi á stjórnpalli. — Þar var svo þröngt að
við gátum aðeins skorðað okkur hlið við hlið á litlum bekk. — En
nú gerðust þau undur, sem enga okkar hafði dreymt um, við feng-
um að hlusta á útvarp! — Loftskeytamaðurinn lánaði okkur
heyrnartæki, sem við settum á höfuðið, og þá heyrðum við sagt:
„Nú syngur María Einarsdóttir nokkur lög á Hótel Island
í Reykjavík." Þessu var útvarpað um loftskeytastöðina í Reykja-
vík. — Við sátum sem bergnumdar og hlustuðum í leiðslu á hinn
fagra söng. — En vissulega heyrðum við þó meir af brestum og
marri, og ljelegt útvarp mundi okkur hafa þótt þetta nú. — En
þarna fjekk jeg sönnun fyrir því, að kunningi minn, Willard Fiske
Matthíasson frá Grímsey, hafði ekki verið að skrökva að mjer
tveimur eða þremur árum áður, þegar hann kom frá Reykjavik og
sagðist hafa dansað eftir músik frá París í Loftskeytastöðinni hjá
Hallgrími bróður sínum. — Mikill bannsettur kjáni hjelt jeg að
maðurinn væri. — Og við vinkona mín höfðum að orðtaki um
tíma: „Nú heyrist vel hjá Hallgrími bróður!“
Um miðnætti, þegar við ætluðum að fara að setjast að, komu
„Skyttan" og fyrsti stýrimaður og færðu okkur niðursoðna ávexti.
-—- Sátum við nú þarna nokkurn tíma og nutum lostætisins i ró.
En þegar klukkan var að verða tvö fanst mjer mál komið að setj-
ast að. — Stóð jeg því á fætur og sagðist þakka fyrir hinar góðu
veitingar, en þar sem við þyrftum að hvíla okkur eitthvað áður en
við kæmum til Húsavíkur, langaði mig til að biðja herrana að
fara. — Þá sagði annar þeirra: „Jeg hjelt að þið hefðuð bara lært
hússtjórn þarna á Blönduósi, en nú heyfi jeg að þið hafið líka
lært skipstjórn, og því þorum við ekki annað en að fara.“
Klukkan sex morguninn eftir vorum við komin inn á Húsavik-
urhöfn. Þá var þoka og súld. — Það þótti mjer leiðinlegt, og kom
sjer heldur illa fyrir mig, því í huga mínum var altaf sólskin og
blíða heima, og oft var jeg búin að segja skólasystrum mínum
það, að lýsing Huldu á Húsavík væri svo sönn, að þær þyrftu
bara sjálfar að sjá það, þegar „Kinnarfjöllin bylgjublá und bjartri
mjöll, skjálfa öll í öldugljá sem álfahöll“.
Pabbi minn sótti mig á litla bátnum sínum og margt fleira fólk,
en ekki nema eina skólasystur mína, það var Birna Steingríms-
dóttir frá Sandhólum. — Þegar við vorum komnar niður í bátinn
og átta skólasystur okkar, sem lengra áttu að fara, stóðu á þiljum
út við borðstokkinn og kölluðu kveðjuorð til okkar Birnu, vatt