Hlín - 01.01.1955, Page 132
130
Hlín
Þá var nú að komast heim, en vistin var talin til 14. maí. —
„Vesta“ átti að fara um páskana, og með henni vildi jeg komast.
— Varð jeg því að fá stúlku í staðinn minn, tímann sem eftir
var, og borga henni af minu vetrarkaupi (10 krónur). — Þetta
gekk nú alt. — Jeg komst um borð í skipið, þafði keypt farbrjef
í landi. — Var það Einar heitinn Helgason, garðyrkjumaður,
sem hjálpaði mjer með það, og sagði að það yrði víst svo margt
fólk með á 2. farrými, að jeg yrði máske plásslaus, nema ef jeg
hefði farbrjef úr landi, því þá vœru þeir skyldugir að láta mig
hafa fyrsta farrými, og það reyndist rjett, þar fjekk jeg pléss án
skyldukosts. — 20 krónur kostaði farið, það er að segja á 2. far-
rými, og jeg þurfti ekki að borga meira. — Alt gekk vel til Isa-
fjarðar. — Þar var taugaveiki í landi, svo enginn fjekk að fara
þar í land. — Þaðan fórum við í vondu veðri og eftir að hafa
oltið til og frá í 3 dægur komum við inn á Isafjörð aftur. — Eftir
það gekk alt sæmilega. — Efitr 10 daga kom jeg svo til Húsa-
víkur, og var þá þessari fyrstu ferð minni til Reykjavíkur lokið.
Síðan er jeg búin að fara til höfuðstaðarins á bílum, skipum
og í lofti. — Mikill er sá munur. — En fegurðar lands og náttúru
nýtur maður best gangandi eða á góðum hesti. — Þetta ætti nú
að enda hjer. — En til gamans skal jeg geta þess, að eftirstöðv-
arnar af ferðalaginu voru þó eftir. — Kaup okkar kvennanna
var þá 7.50—8.00 á viku við heyvinnu. — En að vorinu, hvort
heldur jeg sat við sauma allan daginn (frá 8-—-8) eða við tún-
vinnu, voru þá 50 aurar á dag og fæði. — Yfir veturinn þótti
sjálfsagt að vinna kauplaust, aðeins fyrir fæði.
Það var erfitt fyrir lausafólk, sem kallað var, að borga skuldir
sínar, ef þær urðu til.
Það er munur að vinna nú en þá!
J- S. J.
VÍSA.
Oft er jeg ein á báti úti á þjer, sjórinn káti,
en ekki verður mjer alt að gráti, þó eitthvað á bjáti.
Nei, ekki er jeg ein á báti, úti á þjer sjórinn káti.
Guð er í gleði og gráti, gefur þrek og ver máti.
í. ]■