Hlín - 01.01.1955, Side 134
132
Hlín
árinu 75. — Skemtanir til fjáröflunar 34. — Gefið til líknar- og
menningarmála 24.274. — 6 saumanámsskeið voru haldin á veg-
um S. V. K. Vinnulaun metin á 46 þúsundir.
Við gistum þarna 3 nætur og höfðum sameiginlegt mötuneyti
í Barnaskólanum. Þar var fundurinn líka haldinn. — Dvölin var
Sambandinu að kostnaðarlausu. Fjelögin skiftast á um að halda
fundina hvert hjá sjer.
Að fundinum loknum var öllum fundarkonum boðið í skemti-
ferðalag. — Var farið í mörgum bifreiðum yfir Kleifarheiði og
inneftir hinni blómlegu Barðaströnd, alla leið að Brjánslæk,
skoðuð kirkjan þar og sungnir sálmar. — Einnig komum við að
Haga og skoðuðum kirkjuna þar og sungum sálm. — Ferðin var
öll hin ánægjulegasta.
Formaður S. V. K. er Sigríður Guðmundsdóttir, Isafirði.
Úr Ólafsvík er skrifaS veturinn 1955: — Mjer finst jeg verða
að segja þjer eitthvað frá Kvenfjelaginu okkar. Við stöndum þar
vel saman. Eigum snotran blómagarð, við fengum garðyrkjumann
til að vinna hann. — Prjónavjel eigum við. — Næsta haust á að
vígja nýjan barnaskóla hjer, í tilefni þess ætlar Kvenfjelagið að
gefa ljósatæki (til lækninga). — 20 fermingarkyrtlar eru í pönt-
un, sem Kvenfjelagið ætlar að afhenda sóknarnefndinni til eignar
fyrir söfnuðinn. — Af þessu sjerðu að við erum ekki alveg ónýt-
ar. ■— Formannsskifti urðu hjá okkur síðastliðið haust: Ingibjörg
Hjartar flutti til Akraness, en við tók Magnea Böðvarsdóttir frá
Laugarvatni, sem er kona skólastjórans hjerna.
Úr Bor&aríiröi er skrifaS veturinn 1955: — Nú erum við 3
kvenfjelögin í Reykholtsprestakalli (Kvenfjelag Reykdæla,
Hálsasveitar og Hvítársíðu) að undirbúa kaup á fermingarkyrtl-
um handa börnunum. — Kvenfjelag Reykdæla stendur fyrir því,
og við hin tökum þátt í því. — Kyrtlarnir verða svo sameign allra
kirknanna og geymdir á sama stað (Reykholti). -— Kvenfjelagið
okkar hjer í Hvítársíðu átti 25 ára afmæli í fyrra og gáfum við
til minningar 1000 kr. til Slysavarnafjelags Islands. Annað gerð-
um við ekki okkur til gamans á þeim tímamótum.
Sveitakona skrifar veturinn 1955: — Það greip mig svo mikil
löngun til að skrifa þjer eftir að jeg las grein þína í síðasta hefti
„Hlínar“: „Viðhorf gamla fólksins“, að jeg tek mjer nú penna í
hönd og freista þess að reyna að skýra fyrir þjer hvernig mjer er
innanbrjósts.
Jeg var svo lánsöm, að hjá foreldrum mínum var margt gamalt
fólk, þegar jeg var að alast upp: Afi minn og amma og gömul
kona, sem hafði verið vinnukona hjá afa og ömmu, áður en hún