Hlín - 01.01.1955, Page 136
134
Hlin
eða tengdapabbi sjeu svo þvingandi, að það sje varla hægt að
draga andann, þá get jeg ekki bælt þessa þrá niður.
Meðan börnin voru minni, reyndi jeg að sannfæra sjálfa mig
um það, að jeg hefði engan tíma aflögu til að annast meira, en
nú finn jeg að jeg gæti vel hugsað um gamla manneskju, sem væri
það hress, að hún hefði fótavist, já meira að segja þó þær væru
tvær, ef þær gætu búið í sama herberginu. — En þar sem svona
stendur á, að við hjónin þekkjum enga gamla manneskju, sem þarf
á aðstoð okkar að halda, þá sje jeg enga leið til að það geti orðið.
Mig langar til að biðja þig að gera svo vel að skrifa mjer og
ráða mjer heilt í þessu vandræðamáli. — Jeg bið þig að láta
þetta ekki fara milli annara en okkar, því jeg hef ásett mjer að
minnast ekki á þetta við nokkra manneskju, því mjer hefur ekki
tekist að gera mig skiljanlega í þessum efnum. — Mjer finst fólk
yfirleiitt leggja þann skilning í þetta, að maður þurfi að hafa not
af vinnu gamla fólksins, en getur ekki skilið, að maður fær fyll-
ingu í því að vera í návist þess, og börn þurfa þess bókstaflega að
umgangast það vegna sálarþroska síns — og sennilega við full-
orðna fólkið líka. (Brjefritarinn leyfði að birta brjefið.)
Þoifinnur Kristjánsson, prentari í Kaupmannahöfn, skrifar vet-
urinn 1955: — Þú biður mig að' gefa þjer upplýsingar um gamla
íslenska fólkið sem farið hefur heim til Islands á okkar vegum á
árunum 1948—54. Það eru als 15 manns, sem hafa farið heim á
þessum árum. — Hjerna eru nöfnin, ef þú hefur gaman af að vita
hvaðan þetta fólk er ættað: Björg Sigurðardóttir, gift Dahlman,
ættuð úr Bárðardal í Þingeyjarsýslu. Hún var fyrsti gesturinn, sem
heim fór, hún hafði verið hjer í 60 ár samfleytt, var 84 ára gömul,
og bjóst víst ekki við, að fá að sjá ísland framar. — Laura Zimsen,
ættuð úr Hafnarfirði, dóttir Chr. Zimsen, er lengi var kaupmaður
og franskur konsúll í Reykjavik. (Hún fjekk ekki annan styrk en
ferðina heim, því Knútur Zimsen, bróðir hennar, annaðist annan
kostnað. En Laura þakkar mjer það altaf að hún komst heim, og
það er líka rjett.) — Hún hafði verið hjer í 33 ár, býr í Silkiborg
á Jótlandi.—Halldór Bjarnason, ættaður frá Skáldsstöðum íHóla-
sókn í Eyjafjarðarsýslu, hann hafði þá verið búsettur hjer í 40
ár. — Halldór býr i Horsens á Jótlandi og hefur búið þar lengst
æfi sinnar hjer. — Guðríður Stefanía Þorkelsdóttir, ættuð úr
Keflavík, var 74 ára, þegar hún fór heim, hafði verið hjer í 40
ár, nú dáin. — Bjarni Eyjólfsson, verkamaður, ættaður úr Rangár-
vallasýslu, 69 ára þegar hann fór heim, og hafði þá verið hjer í 40
ár. — Jenny Kiel, fædd Jörgensen, ættuð úr Reykjavík, hafði
verið hjer í 35 ér. — Asgeir Jacobsen, fæddur í Reykjavík, af fær-