Hlín - 01.01.1955, Page 137
Hlin
135
eyskum ættum, faðir hans var skósmiður í Reykjavík fyrir alda-
mótin síðustu. — Jacob fór að heiman 16 ára gamall og hafði ekki
komið heim fyr en þetta, 1953. — Halldóra Jónsdóttir, gift Kle-
vin, ættuð af Isafirði, og hafði ekki verið heima í 40 ár, var nú 69
ára. — Anna Sveinsdóttir, gift Sögaard, ættuð frá Akureyri, hafði
verið í Danmörku í 30 ár. — Þorvaldur Hjaltason, djákni, ættaður
frá Isafirði, hafði flust hingað 14 ára gamall og kom nú í heim-
sókn til Islands eftir rjett 50 ár. -—- Hann hafði verið djákni við
íslensku guðsþjónustur sira Hauks Gíslasonar hjer í Höfn. —
Jakoba Agústsdóttir, Sigvaldasonar skósmiðs á Akuryeri, og konu
hans, Elínar Jakobsdóttur Thorarensen, hún er gift Jensen, og
hafði verið búsett hjer í 35 ár, er hún kom í heimsókn til Islands
1954. — Aðalsteinn Þorsteinsson, klæðskeri, ættaður úr Fljótsdal
í Fljótsdalshjeraði, 68 ára er hann kom heim eftir 40 ára útivist
■—- Halllgrímur Gislason, kirkjugarðsvörður, ættaður úr Arnes-
sýslu,' hafði verið búsettur hjer í 40 ár, er hann heimsótti Island.
— Carla Christensen, fædd Hansen, ættuð úr Reykjavík, af dönsk-
um ættum. Hafði verið hjer í 35 ár. — Olafía Sveinsdóttir, gift
Sörensen, hafði verið búsett hjer í 49 ár, fædd á Grímsstaðaholti
í Reykjavík.
Alt þetta fólk hefur farið heim sjer að kostnaðarlausu, og oftast
verið fylgt úr hlaði að heiman með gjöfum. — Þetta hefur kost-
að bæði mikið fje og fyrirhöfn, en flestir hafa líka verið þakklát-
lr fyrir.
„Hvernig fórstu að þessu?“ spyr jeg Þorfinn. — „Jeg sníkti,“
svarar hann, „bæði hjer í Höfn og á Islandi, með aðstoð þeirra
Guðbrandar Magnússonar forstjóra, og Valtýs Stefánssonar, rit-
stjóra. Jeg hefði ekki getað án þeirra verið. -—- Svo hef jeg styrk
frá Alþingi, hann á jeg vini mínum Bernharð Stefánssyni, alþm.,
að þakka. — Fjárveitinganefnd hafði hafnað umsókn minni, en
við þriðju umræðu fjárlaganna kom hann með tillögu um að veita
1200 kr. til þessarar starfsemi, og fjekk hana samþykta með 37
samhljóða atkvæðum í sameinuðu þingi. — Allar aðrar tillögur
einstakra þingmanna voru feldar þetta sinn.
Flest af því fólki, sem farið hefur heim, hefur búið hjá ættingj-
um og vinum og þá að sjálfsögðu ókeypis, en einstöku menn hafa
engan átt að, og hefur þá frú Helga Níelsdóttir, ljósmóðir, hýst
þá ókeypis og fætt, meðan þeir dvöldu í Reykjavík.
Það eru margir, sem veitt hafa starfsemi þessari lið, meðal
annars þú sjálf, og verð jeg að láta nægja að þakka þeim öllum
hjálpina kærlega, en láta nöfnin liggja. — Þingstyrkurinn hefur
orðið til þess að tryggja heimsóknirnar, sá styrkur er ávalt handa