Hlín - 01.01.1955, Page 139

Hlín - 01.01.1955, Page 139
Hlin 137 ur og einnig mætti ríkja í blessaða landinu okkar, þá yrði dásam- leg dagrenning. Norðlensk sveitakona skrifar á jólaföstu 1954: — Jeg þakka þjer grein þína: Viðhorf gamla fólksins, í „Hlin“. — Jeg hafði einmitt hugsað þetta sama, að það gæti orðið of mikið af því, eins og öðru, að vilja helst koma öllum á einhver hæli. — Eðlilegast að gömlu hjónin sjeu á sínu eigin heimili og áfram hjá börnum sín- um, eða öðrum nánustu ástvinum. — Og mjer hefur sýnst það muna um gamla fólkið með þennan brennandi áhuga að hjálpa áfram heimilinu með öllu móti: Spinna og prjóna, hugsa um barnabörnin, kenna að lesa og svo margt og margt. — Gamla fólk- inu líður áreiðanlega best meðan það finnur að það getur gert eitthvað til gagns. — Mjer finst að æska landsins hafi mikils mist, ef afi og amma eru ekki lengur í heimilinu. — Það eru margir, sem eiga sínar ljúfustu minningar frá afa og ömmu, um leið og frá föður og móður. — Já, elli og æska á vel saman, og best að sá hugsunarháttur haldist við, að því beri skylda að hlynna hvað að öðru. — Elliheimilin eru auðvitað ágæt fyrir þá, sem ekki eiga annars úrkosta. Alt gott að frjetta frá okkur. — Núna farnar að berast smájóla- sendingar frá börnum og öðrum ástvinum. — Jólabrjefin fáum við aðallega með pósti á morgun. Það hugsar heim blessað fólkið, sem fjarri er, og vill alt til gleði gera þeim, sem heima sitja, og við hlökkum til jólanna. — Guð gefi að þau geti orðið gleðileg um alla jörð! Unglingspiltur skrifar haustið 1953: —- Jeg tók sæmilega gott gagnfræðapróf í vor og hef góða atvinnu í sumar, ráðgeri svo að fara í Samvinnuskólann í haust, ef jeg næ prófi. Mjer varð ekki um sel á dögunum, þegar jeg fjekk brjef frá skólanum, þar sem nemendum er gert að skyldu að þreyta próf í námsgreinum, sem mjer, því miður, voru ekki vel kunnar áður. — Það er ýmislegt í kristnum fræðum og bókmentum Islendinga. — Brjefritarinn segir, að það sje ekki tilgangurinn að gerast sálusorgari eða þ. 1., en það sje ekki vansalaust, að ungt fólk kunni ekki skil á aðalatriðum kristinnar trúar og á þjóðlegum bók- mentum. Við eigum að kunna utanbókar: Faðir vor, hin 10 boðorð Móse, Þjóðsöng Matthiasar, Fánasöng Einars Benediktssonar, Útfarar- Ijóð Hallgrims Pjeturssonar og „Hvað er svo glatt“, eftir Jónas Hallgrímsson. — Ennfremur er ætlast til, að væntanlegir nem- endur hafi lesið Njálu með athygli, geti rakið söguþráðinn og gert grein fyrir æfiatriðum helstu söguhetjanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.