Hlín - 01.01.1955, Page 140

Hlín - 01.01.1955, Page 140
138 Hlín Að síðustu er ætlast til að nemendur kunni góð skil á efni í 10 tilgreindum dæmisögum Jesú Krists. Eins og þú getur nærri, sit jeg nú hjer með Nýjatestamentið og Njálu sitt á hvoru hnje. — Verst að maður á svo annríkt í vinn- unni, en mikið skal til mikils vinna að fá inngöngu í skólann. Vinkona mín var að benda mjer á, að það væri nú aldrei sungið nema fyrstu og síðustu erindin af Utfararsálmi Hallgríms, það mundi því vera nóg að læra þau. En jeg ljet mig ekki muna um að læra öll erindin." Pilturinn komst slysalaust inn í skólann, náði prófi í vor og fjekk að því loknu atvinnu í einu af Kaupfjelögum landsins. Pála Pálsdóttii, skólastjóri í Hoísós, skrifar: — Oft heyrði jeg móður mína, Halldóru Jóhannsdóttur, fyrrum ljósmóður, segja þessa sögu, þegar talað var um dulræn efni í sambandi við ljós- móðurstörf: Árið 1904 var jeg ljósmóðir í Hólahreppi. — Átti jeg þá heima í Neðra-Asi. — Við sváfum þrjú í baðstofunni: Ung stúlka, dóttir hjónanna, og ungur maður. Einn morgun spyrja þau mig, hvert jeg hafi farið í nótt. Þau hafi bæði vaknað og sjeð mig klæða mig og taka kistilinn ofan af hillunni, og ganga fram. — En ekki urðu þau vör við, er jeg kom aftur. Nú man jeg í fyrstunni ekki neitt, en þegar jeg tek sokkana mína skýrist alt. Annar sokkurinn er allur blautur og leirugur, en það hafði hann ekki verið um kvöldið. Jeg minnist þess nú, að um nóttina kemur kona og biður mig að koma með sjer. — Höldum við niður á eyrarnar neðan við Neðri-Ás og komum þar að stórum steini. — Þar tek jeg á móti meybarni. Fylgir sama konan mjer til baka, en á leiðinni neðan mýrarnar fór jeg ofan í með annan fótinn, og þurkaði leirinn af á grasínu. Þegar konan kveður mig, segir hún: „Jeg er nú svo fátæk, að jeg get engu launað þjer, nema því, að hvar, sem þú ert við þessi störf, mun bjer vel vegna.“ Svo líða tíu ár, og jeg er við ákaflega erfiða tvíburafæðingu hjá systur minni, Friðrikku í Hofsósi. — Ottast jeg mjög um líf henn- ar — þá kemur til mín sama konan, og er nú feit og betur búin — og segir: „Manstu ekki hverju jeg lofaði þjer?“ Alt gekk svo vel að lokum. Aldrei hef jeg sjeð móður mína missa kjarkinn, hvað sem fyrir hefur komið. Hún hefur altaf getað miðlað öðrum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.