Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 140
138
Hlín
Að síðustu er ætlast til að nemendur kunni góð skil á efni í 10
tilgreindum dæmisögum Jesú Krists.
Eins og þú getur nærri, sit jeg nú hjer með Nýjatestamentið og
Njálu sitt á hvoru hnje. — Verst að maður á svo annríkt í vinn-
unni, en mikið skal til mikils vinna að fá inngöngu í skólann.
Vinkona mín var að benda mjer á, að það væri nú aldrei sungið
nema fyrstu og síðustu erindin af Utfararsálmi Hallgríms, það
mundi því vera nóg að læra þau. En jeg ljet mig ekki muna um
að læra öll erindin."
Pilturinn komst slysalaust inn í skólann, náði prófi í vor og
fjekk að því loknu atvinnu í einu af Kaupfjelögum landsins.
Pála Pálsdóttii, skólastjóri í Hoísós, skrifar: — Oft heyrði jeg
móður mína, Halldóru Jóhannsdóttur, fyrrum ljósmóður, segja
þessa sögu, þegar talað var um dulræn efni í sambandi við ljós-
móðurstörf:
Árið 1904 var jeg ljósmóðir í Hólahreppi. — Átti jeg þá heima
í Neðra-Asi. — Við sváfum þrjú í baðstofunni: Ung stúlka, dóttir
hjónanna, og ungur maður.
Einn morgun spyrja þau mig, hvert jeg hafi farið í nótt. Þau
hafi bæði vaknað og sjeð mig klæða mig og taka kistilinn ofan af
hillunni, og ganga fram. — En ekki urðu þau vör við, er jeg kom
aftur.
Nú man jeg í fyrstunni ekki neitt, en þegar jeg tek sokkana
mína skýrist alt. Annar sokkurinn er allur blautur og leirugur,
en það hafði hann ekki verið um kvöldið.
Jeg minnist þess nú, að um nóttina kemur kona og biður mig
að koma með sjer. — Höldum við niður á eyrarnar neðan við
Neðri-Ás og komum þar að stórum steini. — Þar tek jeg á móti
meybarni. Fylgir sama konan mjer til baka, en á leiðinni neðan
mýrarnar fór jeg ofan í með annan fótinn, og þurkaði leirinn af á
grasínu.
Þegar konan kveður mig, segir hún: „Jeg er nú svo fátæk, að
jeg get engu launað þjer, nema því, að hvar, sem þú ert við þessi
störf, mun bjer vel vegna.“
Svo líða tíu ár, og jeg er við ákaflega erfiða tvíburafæðingu hjá
systur minni, Friðrikku í Hofsósi. — Ottast jeg mjög um líf henn-
ar — þá kemur til mín sama konan, og er nú feit og betur búin —
og segir: „Manstu ekki hverju jeg lofaði þjer?“
Alt gekk svo vel að lokum.
Aldrei hef jeg sjeð móður mína missa kjarkinn, hvað sem fyrir
hefur komið. Hún hefur altaf getað miðlað öðrum.