Hlín - 01.01.1955, Page 147
Kennaranum þótti það athyglisvert að í báðum þessum skól-
um var nemendum gert að skyldu að vinna 80 tíma á skólaárinu
fyrir skólann. — Þannig eignaðist skólinn smásaman ágæta inn-
anstokksmuni.
Eitthvað munu íslenskir skólar hafa gert nemendum að skyldu
að vinna fyrir skólana, sjerstaklega að lagfæringu á skólalóðinni,
og er það vel viðeigandi.
Kennari á Norðurlandi skriíar um fólk í afskektri sveit: — Það
er merkilegt þjóðnytjastarf, sem útverðir íslenskra bygða, inst til
dala og yst á ströndum, inna af höndum. — Það er oft mesta
kjarnafólk, sem viðheldur miklum fjárhagslegum verðmætum, og
framleiðir mikið og margt af því. — Það eru andlega þroskaðir
menn og konur, sem gott geta lagt til fjelagsmála og bókmenta.
Gamall kennari skrifar: — Nú er sjaldan talað um að þessi og
þessi stúlka sje svipgóð, falleg yfir sig, falleg á fæti, eða falleg
utanum sig.
Nei, nú er bara talað um, hve fallega fótleééi hún hafi.
Heldur er það nú lágkúrulegt!
Úr Árnessýslu er skrifad 1954: — Af fjelagsstörfum okkar er
fátt að segja, gerum lítið að stórum átökum, en fjelagsandi er góð-
ur, komum stundum í hóp heim á heimili og drekkum kaffi og
skemtum okkur saman með því að lesa eitthvað, sem okkur fellur
vel í geð; og tökum þá lag. — Flestar hafa einhverja handavinnu:
prjón, hekl og þessháttar. — Vanalega eru þessir skemtifundir
okkar aðeins stund úr degi, og skiftum við þeim niður á heimilin,
því flestar konur hjer í sveit hafa ágætan húsakost, sveitin í heild
vel bygð, aöstaða fólks er því yfirleitt góð, og jeg held að fólki
hjer liði vel. — Öll lifsþægindi svo nærtæk, aðeins er nú beðið
með óþreyju eftir rafmagninu. — A allmörgum stöðum hjer er
jarðhiti til upphitunar og annara þæginda, þar á meðal Barna-
skólinn, og er það vitanlega alveg ómetanlegt. — Um þvottahús
okkar er það að segja, að það er nú komið undir þak og búið að
leggja heita vatnið inn, og fólk er þegar farið að nota það, þó á
vanti að bað sje fullgert. -— Það skal tekið fram, að sveitafjelagið
hefur tekið að sjer að hrinda þessu þvottahúsi áfram, en kven-
fjelagið lagði fram 10 þúsundir í byrjun, og hyggur að leggja eitt-
hvað fram, þegar hugsanlegt er að rafmagnsþvottavjelar verði
látnar í húsið, þvi húsið er þannig formað, að möguleikar sjeu til
þess, þegar væntanleg raforka kemur í sveitina, sem allir stara nú
á. — Við erum mjög ánægð yfir þessu þvottahúsátaki, og álítum
það mesta þrifnaðarmál, því þó ótrúlegt sje, er hjer víða erfitt með
vatn til þvotta, einkum um sumartímann,
10