Hlín - 01.01.1955, Page 148
146
Hlin
Frá Eyri í Gufudalssveit er skrifað veturirm 1955: — Kæra
Halldóra! Jeg hef skrifað hjer fáein orð um Óskar tengdaföður
minn, og ef þjer finst þau fær til birtingar í „Hlín“, langar mig til
að biðja þig fyrir þau. — Jeg býst
við að þessu sje mjög ábótavant, jeg
er svo óvön að skrifa þannig.
I vor sem leið skeði hjer átakan-
legur atburður um Jónsmessuleytið.
Þar eð lítill vjelbátur lagði af stað
frá Flatey á Breiðafirði með fimm
manns á leið til lands í sæmilegu
veðri, mun þó vera talið að heldur
hvast hafi verið. — En bátur þessi
kom aldrei að landi, og er talið, að
hann hafi farist ekki alllangt frá landi.
— Meðal þeirra, sem fórust, var
tengdafaðir minn, Óskar Arinbjörns-
son. Var hann að koma af sjúkrahúsi
eftir langa og stranga legu, þar eð gerður var á honum uppskurður
í annað sinn, var hann þar á eftir búinn að liggja í gipsi í nokkra
mánuði.
Óskar heitinn var einn sá viljasterkasti maður, er jeg hef heyrt
getið. — Jeg var búin að vera honum samtímis í tíu ár, og síðustu
árin altaf meira og minna þjáðum, en altaf var hann jafn bjart-
sýnn og vongóður, og æfinlega boðinn og búinn að leggja lið í
orði, þegar hann gat ekki lengur rjett hendí. Því altaf var hann
fús til að ljetta öðrum byrði, hvað mikið sem kallaði að hjá hon-
um sjálfum. — Mig langar til að biðja„Hlín“ að taka af mjer, og
börnunum mínum, fáein þakkarorð. Börnin þakka afa sínum kær-
lega fyrir alt það, sem hann var þeim. — Hann var altaf fús til
þess að leiðbeina þeim og fræða, og ekki síst að benda þeim á
hvað fósturjörðin væri hverjum þeim dýrmæt, sem sintu henni og
legðu fram krafta sína henni til bóta. — Jeg þakka þjer, kæri
tengdafaðir, fyrir alt það sem þú gerðir fyrir heimili mitt. — Og
við þökkum þjer, afi, er þú með veikum mætti kraupst við rúmin
okkar og baðst einn góðan Guð að blessa okkur alla framtíðina. —
Þetta voru þín síðustu kveðjuorð þegar þú fórst, og við áttum
ekki eftir að sjá þig framar. — Við biðjum Guð að blessa þig, afi!
Elín Ingimundardóttir.
Frjettir frá Eskifirði haustið 1954: — Þegar þú varst hjerna á
ferðinni með sýningu í fyrrasumar, Halldóra mín, talaðir þú um
það, að jeg reyndi að fá húsfreyjurnar hjerna á Eskifirði til að