Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 5
vísu, svo ósamhljóða sem hún er eldri hug- myndum um lýðræði. Sjálfur fer sáttmálinn ekki út í einstök atriði (um þau fjallar ráðið, sem um getur í 9. gr. sáttm.), en leggur línurnar almennt og er eðlilega skuldbinding fyrir þátttakend- ur, eins og hver annar samningur milli ein- staklinga eða þjóða. Að hér er um algera stefnubreytingu að ræða hjá íslendingum, gagnvart öðrum þjóðum, er ljóst við athug- un þeirra skuldbindinga, sem sáttmálinn leggur aðilum á herðar. Verða nú athugað- ar þær greinar hans, sem mestu máli skipta fyrir ísland. í 5. grein sáttmálans segir: „Aðilar sáttmálans eru sammála um að vopnuð árás á einhvern eða einhverja þeirra í Evrópu eða Norður-Ameríku beri að skoða sem árás á þá alla; og í samræmi við það fallast þeir á, að ef slík vopnuð árás kemur fyrir, skuli liver þeirra nota sér þann rétt til einstakra og sameiginlegra varna sem gert er ráð fyrir í 51. grein sáttmála Samein- uðu þjóðanna til að aðstoða þann eða þá sem ráðizt er á með því að framkvæma, hver fyrir sig og í samvinnu við aðra, þær aðgerð- ir sem liann telur nauðsynlegar, þar á meðal notkun hervalds, til þess að koma á og halda við öryggi Norður-Atlanzhafssvæðisins.“ Ennfremur segir í 6. grein: „Það leiðir af 5. grein að sérhver vopnuð árás á einn eða fleiri aðila sáttmálans felur í sér vopnaða árás á land sérhvers aðilans í Evrópu og Norður-Ameríku, á héruð Frakka í Algier, á hernámslið sérhvers aðilans í Evrópu, á eyjar þær, sem eru undir yfirráð- um einhvers aðilans á Norður-Atlanzhafs- svæðinu fyrir norðan Krabbahvarfbauginn eða á skip eða flugvélar sérhvers aðilans á þessu svæði.“ Hér er skýrt tekið fram, að hver aðili um sig skuldbindur sig til stríðsaðildar, ef ein- liver annar þátttakandi verður fyrir árás. Það verður því í fyrsta sinni í sögunni, sem ísland segir annarri þjóð stríð á liendur. Ef eitthvert þátttökuríkjanna lendir í árekstr- um við nágranna sinn eða aðra þjóð, vitum við hvað til okkar friðar heyrir. Ef dæma má eftir reynslunni úr síðustu styrjöld, voru tilefnin til árekstra auðfundin, þegar vilj- inn var fyrir hendi. Þá er og talað um „vopn. aða árás“ eða ekki, eftir því hvaða þjóð á í hlut. Þess er skemmst að minnast, að ein af bandalagsþjóðunum, Hollendingar, rauf grið á Indónesíumönnum undir því yfir. varpi, að Jiessi nýlendujijóð hefði uppreisn í undirbúningi. Árás sína kölluðu Hollend- ingar lögregluaðgerðir. Það mætti alveg eins snúa málinu við og kalla lögregluaðgerðir vopnaða árás, en Jiað er ekki alveg víst, að Jijóð á borð við Hollendinga yrði núið slíku um nasir. Þá segir í 3. grein sáttmálans: „Til þess að ná tilgangi þessa sáttmála á öruggari hátt, munu aðilar hans, hver fyrir sig og í sameiningu, beita stöðugri og mark- vissri uppbyggingu og gagnkvæmri hjálp til að halda við og auka getu hvers einstaks og allra sameiginlega til að veita mótspyrnu vopnaðri árás.“ Vopnaðri árás verður ekki mætt nema með vopnum og vígbúnaði, hvorki af hálfu íslands né annarra. Að Jiví er ísland varðar, iiefur það hvorki fólk né fjármagn til slíks. Það verður Jiví að fá það frá öðrum þjóðum, bæði menn og vopn. Nú er ekki verið að gera samkomulag um sameiginlegar varnir gegn stríði, áður en nokkuð slíkt er í upp- siglingu, nema til Jiess að vera viðbúinn, Jiegar stríð skellur á. Hinar Jiátttökuþjóð- irnar hafa allar eigin her og vígbúnað. ísland liefur hvorugt. Vígbúnaður íslands yrði ekki framkvæmdnr á einni nóttu, lieldur mánuðum eða árum. Ekkert er því líklegra, en að við fáum erlendan her og herstöðvar á friðartímum. í greinar- gerð ráðherranna, sem flugu vestur, er líka að finna ábendingu um þetta atriði. Þar segir svo: „Því var lýst, að stofn- endur bandalagsins teldu, að með stofnun þess mundi hættan á ófriði og árás á hvert MELKORKA 3

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.