Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 18
sannast, að urn alllangt skeið hafa konur
haft sama 'rétt og karlar til náms í opinber-
um skólum samkvæmt lögum. En hitt er
jafnframt alkunna, að ýmsum örðugleikum
hefur verið bundið fyrir konur að komast
að ýmsu sérnámi i greinum, er karlar hafa
áður stundað einir, svo sem margvíslegu
iðnnámi. Mun því hafa verið tilætlun flutn-
ingsmanns með þessari lagagrein, að úti-
loka það með öllu, að konum yrði bægt frá
slíku námi, ef þær kynnu að æskja þess.
Fimmta grein er fullkomin árétting á
ákvæði 2. greinar um stöðuval kvenna, í því
skyni sett inn sem sérstök lagagrein með
skýlausum fyrirmælum, að ekki komi til
mála að liægt sé að bægja konum frá þeim
störfum, sem þær á annað borð kjósa sér,
nema með því að brjóta lög landsins.
Sjötta grein fjallar um rétt kvenna til að
hljóta sömu laun og karlar við sams konar
störf. Að vísu eru konum ætluð sömu laun
og körlum í þjónustu hins opinbera, en
engin ákvæði munu vera til urn þetta, að
því er snertir atvinnulífið.
í lögunum um almannatryggingar frá ár-
inu 1946 er bersýnilega gert ráð fyrir því, að
konur hafi lægri laun en karlar. Sést það af
því, að í þessum lögum eru konunt gerð
lægri iðgjöld til trygginganna en körlum.
Væri slíkt með öllu tilgangslaust og órétt-
mætt, ef konur bæru hin sömu Iaun úr být-
um við livers konar störf sem karlar. Má í
þessu sambandi benda á, að konur í kenn-
arastétt hafa jafnan greitt sama iðgjald í
Lífeyrissjóð barnakennara sem starfsbræður
þeirra, enda jafnan Itúið við sömu laun sem
þeir. En einmitt þessi ráðstöfun löggjaf-
anna frá því herrans ári 1946 bendir ótví-
rætt á ]>að, hve rótgróinn sá hugsunarháttur
er, að laun kvenna hljóti jafnan að verða
lægri en karla. Ákvæðin í 6. grein frum-
varpsins til laga um réttindi kvenna eru því
áreiðanlega nauðsynleg og þess eðlis, að
þjóð, sem vill að allir njóti fullkominna
mannréttinda, getur ekki leitt það hjá sér
að lögfesta þau sem allra fyrst.
Um 7. og 8. grein þarf ekki að fjölyrða.
Fyrr í greinarkorni þessu var á það
minnst, að flutningsmaður frumvarpsins og
þeir, sem honum fylgdu að málum, hefðu
viljað stíga í einu skrefi þau spor, sem á
vantar til fullkomins jafnréttis kvenna og
karla að lögum.
Enda þótt svo giftusamlega hefði til tek-
izt, að frumvarpið hefði náð fram að ganga
og orðið að lögum, var þó enn eftir þyngsta
þrautin að breyta hugsunarhætti bæði karla
og kvenna á þá lund, að ekki væri fyrst og
fremst á það litið, hvort karl eða kona tækj-
ust á hendur eitthvert starf, heldur hitt, að
hæfur maður, karl eða kona, skipi hverja
stöðu þjóðfélagsins.
Fyrir allmörgum árum bar það til í þorpi
einu hér á landi að bægja átti konu nokk-
urri frá skólastjórastarfi við barnaskólann
þar. Hafði hún þó gegnt starfi þessu að því
er séð varð sómasamlega 1—2 undanfarin ár
án þess að hafa veitingu fyrir því. En nú
hafði hún sótt um að fá veitingu fyrir starf-
inu, en skólanefnd ekki mælt með henni,
heldur leitað fyrir sér um að fá karlmann í
stöðuna. Einn af skólanefndarmönnum var
spurður um orsök þessarar ráðstöfunar eða
hvort skctlanefnd teldi konu þessa eigi færa
til að gegna stöðunni. ,,Ja,“ svaraði hann,
,,það er að vísu augljóst mál, að hún er
fæddur stjórnandi, en við álítum samt
heppilegra, að skólastjórinn sé karlmaður."
Þessi hreinskilnislega játning skólanefnd-
armannsins er opinberun hins ríkjandi
hugsunarháttar: Þótt kona sé gædd þeim
hæfileikum, sem þarf til einhverra sérstakra
starfa, er það samt sem áður lieppilegra eða
viðkunnanlegra að stöðunni gegni karlmað-
ur. Vel launaðar stöður eru líka stöku sinn-
um álitnar hæfa betur körlum en konum,
þótt flestir hlífist við að láta álit uppi vegna
þess, að þeir fyrirverða sig fyrir svo lágkúru-
legan hugsunarhátt. Við þessa drauga þarf
að berjast, þótt erfiðir séu viðfangs svo sem
draugar hafa jafnan þótt vera, þar eð erfitt
reynist að festa á þeim hendur. En hitt er
16
MEI.KORKA