Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 4
ekki upp í ermina um vœntanlegt ágœti rvtsins. Á loforðunum mun pað hvort eð er ekki lifa. Aðeins viljum við minna konur á, að fjölbreytni pess og gagnsemi er nátengd áliuga og samstarfsvilja lesendanna. Þvi viljum við Ijúka pessum ávarpsorðum með pví að láta i Ijósi pá ósk, að Melhorka mceti hinni rómuðu gestrisni islenzkra kvenna í sveit og við sjó, pví að pá er pess von að hún muni vel prífast. Nanna Ólafsdóttir Svafa Þórleifsdóttir Þóra Vigfúsdóttir HIN NÝJA STEFNA Eftir Nönnu Ólafsdóttur Undanfarna mánuði hefur ekki verið um annað meira rætt hér á landi en Atlanzhafs- sáttmálann. Ber ýmislegt til þess. í fyrsta lagi, vegna þess, að með þátttöku í banda- laginu skiptir þjóðin alveg um stefnu í utan- ríkismálum, hafnar áður yfirlýstri stefnu um hlutleysi í hernaðarátökum, en viður- kennir úrslit vopnaviðskipta sem æðsta dómsvald um rétt og rangt í deilum þjóða. Þó er ekki um einhliða siðferðislega yfirlýs- ingu að ræða, heldur skuldbindur þjóðin sig til að framfylgja hinni breyttu stefnu með markvissri uppbyggingu til að mæta vopnaðri árás. í öðru lagi, óttinn um, að verið sé að glata sjálfstæði þjóðarinnar. í þriðja lagi, meðferð málsins af hendi ríkis- stjórnar og Alþingis, þar sem því var ráðið til lykta á vikutíma, þrátt fyrir öll loforð um að veita þjóðinni tóm til að kynna sér mála- vexti. Og í fjórða lagi, Jiinar ofbeldislegu aðfarir ráðamanna þjóðarinnar til að þagga niður í andstæðingum sínum í þessu máli! (Mætti skjóta því hér inn í, livort annað Jiefði verið eðlilegt, þar sem lýðræðisleg sjónarmið virðast ekki lræfa málinu.) Eins og vænta mátti, liefur verið deilt hart um þátttöku okkar í þessu bandalagi og hef- ur aðstaða deiluaðilja, til að kynna skoðanir sínar, verið svo ójöfn sem frekast gat. For- mælendur sáttmálans, mestur hluti þing- manna þriggja stjórnmálaflokka, sem með völdin fara í landinu, hafa notað aðstöðu sína langt fram yfir það, sem sæmilegt er, td þess að flytja þjóðinni einliliða skoðun á málinu. Útvarpinu var lokað fyrir öðrum skoðunum en þeirra; bannað var að flytja fréttir af þinginu, ef þær fjölluðu um áskor- anir til Alþingis að Jiafna þátttöku í banda- laginu; illmögulegt var fyrir andstæðinga bandalagsins að fá fundarhús til þess að ræða malið, og stjórnarblöðin, að einu und- anteknu, birtu ekki orð frá andstæðingum bandaJagsþátttöku. Þessi eina undantekn- ing, dagbl. Tíminn, hefur nú tekið upp einhliða afstöðu með þátttöku Jíka. í ölJum stjórnarflokkunum er fjöldi manna og kvenna, sem andvígur er bandalagsþátttöku, en þetta fólk hefur ekki fengið aðgang að blöðum sínum, til þess að ræða þá hlið málsins í þeim. Þetta er þó ekki Játið nægja, lieldur ganga hótanir í garð þessa fólks fjöll- unum hærra í þess eigin blöðum. Mun allur þessi atgangur vera fyrsta framkvæmd á for. mála AtJanzhafssáttmálans að „tryggja frelsi og menningu . . . samkvæmt meginreglum lýðræðis, einstaklingsfrelsis og Jaga“. Ef framhald hinnar breyttu stefnu í utanríkis- málum verður í samræmi við upphafið, verður nauðsynlegt fyrir drjúgan hluta ís- lendinga að brynja þankann á lrina nýju 2 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.