Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 14
ari síðu einhverntíma seinna. Þó get ég
ekki stilk mig um að nefna nafn og birta
mynd af einu útsaumsstykki finnsku lista-
konunnar Kaiju Mustakallio sem öll list.
iðnaðartímarit á Norðurlöndum keppast
um að vinna í og kalla geislandi stjörnu á
sviði munsturgerðar í línum og litum. Allt-
af eru að koma nýjar og nýjar myndir af
verkum hennar, hvert öðru sérkennilegra
og ólíkara innbyrðis en þó er eitt höfuðein-
kenni á þeirn öllum, Jrau gætu ekki verið
annað en finnsk.
Einu sinni var slík „geislandi stjarna" til
á íslandi, listakonan Halldóra Guðbrands-
dóttir, sem sögð er hafa kennt útsaum á
Hólum og má rekja slóðir hennar allar göt-
ur til Frakklands. Teppi sem heimfært er í
Louvre undir germanskan vefnað dæmist
að vera úr Halldóruskóla eða saumað af
henni sjálfri. Svo persónulegt er það í litum
og formi að það sver sig ekki í ætt við neitt
nema þau teppi sem sannanlega er eftir
hana á safninu hér og í Kaupmarinahöfn.
ALÞINGI OG RÉTTINDI KVENNA
Eftir Svöfu Þórleifsdóttur
Á fyrstu tugum þessarar aldar bar það
eigi ósjaldan við, að fram komu á Alþingi
ýms nýmæli, er að því miðuðu, að veita kon-
um aukin réttindi á ýmsum sviðum þjóðfé-
lagsins. Kom loks málum svo, að í mörgum
greinum nutu konur jafnréttis við karla
að lögum. Tóku þá nokkuð að hljóðna þær
raddir á Alþingi, er borið höfðu fram ýmsar
lagabreytingar til aukins jafnréttis milli
kynjanna. Má jafnvel ætla, að ýmsir liafi
talið, að þegar væri komið á fullt lagalegt
jafnrétti milli karla og kvenna. En á síðasta
þingi var þögnin skyndilega rofin. Þá bar
Hannibal Valdimarsson fram svohljóðandi
frumvarp til laga um réttindi kvenna:
1. gr.
Konur hafa algert pólitískt jafnrétti á við karla.
2. gr.
Konur skulu njóta algerlega sama réttar i atvinnu-
málum og fjármálum sem karlar, og er óheimilt að setja
nokkrar takmarkanir á val kvenna til þátttöku i nokkr-
um störfum. Skylt er að gera sérstakar ráðstafanir sem
nauðsynlegar eru til þess, að aðstaða konunnar sem
móður til þátttöku í atvinnulífi þjóðarinnar verði sem
bezt tryggð.
3. gr.
Konur njóti algers jafnréttis við karla innan vébanda
fjölskyldulífsins.
4. gr.
Konur skulu í hvívetna njóta sama réttar og karlar til
náms og menntunar.
5. gr.
Til allra embætta, sýslana og starfa hafa konur sama
rétt og karlar, enda hafa þær og í öllum greinum sömu
skyldur og karlar.
6. gr.
Konuin skulu greidd sömu laun og körlum við hvers
konar embætti, störf og sýslanir, hvort sem er í þjónustu
hins opinbera eða i þjónustu atvinnulífsins.
7. gr.
Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 37 11.
júlí 1911, um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrkja
og embætta, svo og öll eldri lagaákvæði, er brjóta í Irág
við lög þessi.
8. gr.
Lög Jressi öðlast Jregar gildi.
Málinu var vísað til heilbrigðis- og félags-
málanefndar. En nefndin varð eigi á eitt
sátt urn afgreiðslu málsins og lagði því fram
tvenns konar álit. Meiri hluti nefndarinn-
ar, þeir Páll Zóphóníasson, Gísli Jónsson og
12
MELKORKA