Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 8
19. JUNI Eftir Ingibjörgu Benediktsdóttur Mér finnst alltaf, að það leggi birtu af nafninu 19. júní, alltaf síðan árið 1915, þegar íslenzkar konur öðluðust lagalegt jafnrétti við karlmenn. Konurnar íslenzku veittu líka jafnréttinu viðtöku með fögn- uði, hrifningu og myndarskap í hvívetna. Þær nefndu daginn hátíðisdag kvenna, og fyrir atbeina þeirra og samtök varð liann það lengi vel. Gætum við nú ekki endurvakið þennan merkisdag, gefið honum sitt forna gildi, sinn glæsibrag í vitund okkar og starfi, og í vitund þjóðarinnar allrar. Væri þess ekki full þörf? Erum við nógu vakandi, nógu samhuga, nógu minnugar þess, hve mikið hefur áunnizt, frá því er ömmur okk- ar og mæður voru að brjótast áfram í lífinu, en hve mikið og margt þarf enn að vinnast, svo að vel sé? 19. júní var fyrst vaiinn sem fjársöfnunar- dagur, til að koma hér á stofn Landsspítala. Vakti þetta mikla nauðsynjamál eldmóð og metnað kvenna, og kenndi þeim að trúa á mátt sinn og megin, um leið og þær fögn- uðu fengnum réttindum. Konur gætu ennþá stutt mörg þörf fyrirtæki með fjársöfnun, t. d. . Hallveigarstaði og Menningar- og minningarsjóð kvenna. En fjársöfnunar- farganið, t. d. hér í Reykjavík, er orðið meira en svo, að fólk fái með góðum hætti undir risið. Tilganginum væri ekki náð, þó 19. júní væri endurvakinn sem einn af slíkum dögum. Nei, aðallega ættum við konur þann dag að afla þess fjár, sem mölur og ryð ekki fær grandað, í trausti á okkar andlegu verðmæti, réttindi okkar og skyld- ur. ,,Að fortíð skal hyggja, ef frunrlegt skal byggja.“ Það er langt síðan, að mér fannst við þyrftum að bæta 19. júní við safn merkis- daga ársins. En það er stutt síðan mér barst í hendur ávarp, sem flutt var við setningu einnar slíkrar samkomu, meðan dagurinn var í sem mestu gildi. Þar er komizt þannig að orði: „í umboði þeirra kvenna, er stuðlað hafa að því, að gera 19. júní hátíðlegan, vil ég setja samkomu þessa og bjóða ykkur öll vel- komin. Og í umboði þeirra, er mestan áhuga hafa á byggingu Landsspítalans, þessu velferðarmáli þjóðarinnar, þakka ég ykkur þann góða skerf, er þið leggið til þeirrar fjársöfnunar. Og síðast, en ekki sízt, í umboði þeirra kvenna, sem finnst 19. júní vera minningar- og merkisdagur í sögu ís- lenzkra kvenna, þakka ég ykkur þann ríka skilning, er þið sýnið með því að vilja sam- fagna okkur hér í dag. Við þökkum ykkur öllum af heilum hug. Við þökkum hús- mæðrunum, sem hafa í kvöld varpað frá sér heimilisáhyggjunum margþættu og margbreyttu, til þess að votta það í dag, að þær myndu eftir því, að þær bæru ekki að- eins ábyrgð á sínu heimili, lieldur hefðu þær líka réttindi og skyldur í þjóðfélaginu. Að störf þjóðfélagsins lægju þeim líka á lierðum, og þær fögnuðu því í dag, að hafa þó öðlazt þessi réttindi, enda þótt lieimilis. störfin hljóti oft að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Við þökkum vinnustúlkunum og verkakonunum fyrir, að þær hafa munað það í kvöld, að réttindin eru líka þeirra, G MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.