Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 40

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 40
undaní'arin 4 ár, þá er við að búast, að vin- áttan kólni. Beiðni þeirra 1945 um her- stöðvar til 99 ára í landi, sem hafði unnið þeim allt sem það mátti vegna trúar á sam- eiginlegan málstað, er- vægast sagt ískyggi. legt siðferði. Þegar herstöðvarnar fengust ekki, var þröngvað upp á okkur Keflavík- ursamningnum með hjálp innlendra manna. NokkuiTa ára samningur var þó ekki nóg og nú var leitað til liinna sömu innlendu manna og þeir veita ekki aðeins skika af landinu, heldur landið allt, án fyrirvara, til 20 ára. Og Bandaríkjamenn þakka ekki greiðann, að vonurn. Þeir henda í þjóðina skilding, á þann máta, sem hæfir hugarþelinu í hennar garð. Svo mikil er fyrirlitningin á þjóðinni af kynnum þeirra við forráðamenn liennar. Það kann að verða erfitt að losa sig við stimpil styrk- þegans, en þó verður það tiltölulega auðvelt samanborið við hitt, að verjast áhrifum er- lends setuliðs, hvort heldur í hermannabún- ingum eða borgaralegum klæðnaði. Kannski vill svartsýnin ná tökum á okkur, þegar við sjáum, hve fámennt erlent lið þarf til að veita okkur verulega áverka, bæði siðferðis- lega og stjórnarfarslega (sbr. framkvæmd Keflavíkursamningsins). En nú mun fyrst verulega reyna á, hvort við eigum þann manndóm, sem við höfum verið hreyknust af í fari forfeðranna. Við eigum í höggi við margfalt ofurefli og ósigur getur kostað okk- ur tilveruna sem þjóð. Þetta er margþvæld brýning í umræðunum um þetta mál, en sannleikurinn verður aldrei of oft endurtek- inn. Hættulegast væri að gera sér ekki grein fyrir staðreyndunum. Ef við geymum þær vendilega með okkur, missum við aldrei vilj- ann að verjast hvað við megum gegn þeirri forherðingu að láta allt reka á reiðanum, án þess að andæfa. í máli eins og þessu færir enginn einstakur sigurinn heim, heldur að- eins fólkið, almenningur í landinu. Hverju okkar fyrir sig ber að halda sér vakandi, umfram allt, en fyrsta og síðasta skylda okk- ar er að missa ekki kjarkinn, þó að lítil von virðist í bili. Að liopa er sama og tapa. Að- vörun skáldsins er tímabærari nú en nokkru sinni: ,,Ef allir létu undan og alstaðar, létu undan fyrir kaupmanninum og fógetanum, létu undan fyrir draug og ljanda, létu und- an fyrir pestinni og bólunni, létu undan fyrir kónginum og böðlinum, — hvar mundi þetta fólk þá eiga heima? Jafnvel Helvíti væri slíku fólki oigott.“ (íslandskl.) Þess væri óskandi, að liver einasti maður og kona á íslandi læsi vandlega þann sátt- mála, sem við nú höfum undirritað; beitti viti sínu eftir beztu getu, til þess að vega og meta gagn og ógagn, sem við gætum af hón. um haft, og gerði svo upp við sjálfan sig, hvort hin nýja stefna í utanríkismálum er vænleg til viðhalds og þroska íslenzku menn- ingar. og þjóðlífi. Sjálfstæð menning hefur skapað okkur sæti meðal þjóðanna. Hún ein tryggir þann sess framvegis. Með það í huga, lesandi góður, skaltu íhuga þennan vanda og gera skyldu þína, sem ábyrgur ein- staklingur um varðveizlu menningarverð- mæta, sem okkur einum er trúað fyrir og við getum ekki látið fara í súginn. Lítill sænskur drengur kom í fyrsta sinn í skóla í Minnisóta og kennarinn spurði hvað hann héti. Pétur Pétursson. Hvað ertu gamall? Ég veit það ekki, sagði drengurinn. Jæja, hvenær ertu þá fæddur? hélt kcnn- arinn áfram. Ég er alls ekki fæddur, ég á stjúpmóður. Einn dag mætti fátækur Kínverji rikum ættarhöfð- ingja sínum á götunni. „Komdu og borðaðu með mér í kvöld, sagði höfð- inginn ljúfmannlega." „Ég þakka fyrir en mætti ég ekki alveg eins koma á morgun?" „Jú auðvitað, en hvar ætlarðu að borða í kvöld?" spurði ríki ættinginn forviða. „Heima hjá þér. Þín göfuga kona bauð mér að koma í kvöld." 38 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.