Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 27
aldrinum, en alltaf er gaman að vaka á vor-
in.
Ég geng öðru hvoru og leiði hjólið.
Nokkru fyrir fótaferðartíma kemst ég þó á
áfangastaðinn, ber utan þann glugga, sem
ég ætlaði að berja, og vek þær, sem vakna
áttu.
Heimasæturnar bregða blundi.
Um hádegið löbbum við upp í brekkuna.
Þær eru að sýna mér hestana sína. Elzta
systirin, 19 ára gömul, hefur tamið fjölda
hesta.
Hún sezt á jrúfu og hesturinn hennar
kernur til að fagna eiganda sínum. Hann
leggur höfuðið að vanga stúlkunnar og
sleikir handleggi hennar ástúðlega.
Það er sunnudagur. Ég kem við á bæjun-
um og heilsa upp á kunningjana, þá sem
ekki eru í útreiðum, eins og mjög tíðkast
hér í sveit.
Við ána kemur hópur ferðafólks á móti
mér, sólbrenndir krakkar og unglingar. Þeir
hleypa gæðingunum á sprett yfir ána og
vatnið freyðir um brjóst hestanna.
Svona er vorið, ef menn kunna að njóta
j>ess.
Nokkrar vísur eftir Látra-Björgu
Eftir Sigriði Einars frá Munaðarnesi
Látra-Björg var fædd í Stærra-Árskógi,
líklega seint í nóvember 1716 (skírð 1. des.
þ. á.), dóttir Einars stúdents Sæmundssonar
prests í Stærra-Árskógi (d. 1738) Hrólfsson-
ar sýslumanns á Víðimýri, Sigurðssonar,
Hrólfssonar sterka. En móðir Bjargar var
Margrét Bjarnadóttir yngra Bjarnasonar
prests gamla á Hvanneyri í Siglufirði. Björg
andaðist í móðuharðindunum 26. sept. 1784
og var grafin á Upsum.
Um Látra-Björgu var sagt að hún væri
vel viti borin og skáld, er hún tók að Jrrosk-
ast, en kvenna ferlegust, að sögn þeirra er
hana sáu, hálslöng mjög og liávaxin, og sagt
lienni væri afarhátt til knés. Svo var sagt að
Björg kæmi eitt sinn á bæ nokkurn og fór
barn, er þar var, að gráta, er það sá hana, því
það hræddist liana, en hún var stórskorin
og tröllsleg ásýndum, en gáfuð í tali. Þá
kvað hún:
Get ég að ég sé grýlan barna
af guðunum sköpt í mannalíki.
Á mig starir unginn jrarna
eins og tröll á himnaríki.
Þessi vísa er eignuð Björgu:
Mörgum manni bjargar Björg
björgin hressir alla,
en að sækja björg í björg
björgulegt er valla.
Er Björg missti skjóhi, kvað hún:
Eykur mér það eymd og pín,
angur, sorg og trega,
farin er nú fatan mín
til fjandans algerlega.
Trúði fólk því um Björgu að liún væri
kraftaskáld eða ákvæðin og kvæði að fisk,
þótt fátt væri um liann. Eitt sinn er hún var
róin frá Látrum á hún að hafa kveðið Jressa
vísu, þá lítið aflaðist:
MELKORKA
25