Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 9
og þar var og er þeirra máske mest þörf: Síðustu áratugir hafa ekki lyft þeirri stétt hátt, né glætt þar metnaðartilfinningu og menntandi áhrif. Nú ættu þeir tímar að líða undir lok, en livert það nauðsynjastarf að vera rnetið að verðleikum, sem starf í þarfir þjóðfélagsins, sem vel og dyggilega er unnið, lrvort lreldur er utan liúss eða innan. Við þökkum ungu stúlkunum, sem vilja þó hafa það hugfast í dag, að með þessum lögum er samt bezt í haginn búið fyrir þær, beinlínis og óbeinlínis. Fyrir þeim standa nú svo að segja allar leiðir opnar, sem harðlokaðar voru konunum fyrir nokkrum áratugum. Það er svo rnargt sem glepur hugi ungu stúlknanna, en ég vildi, að eitthvað það væri um hönd haft hvern einasta 19. júní, sem beindi liuga þeirra inn á einhverjar hollar þroskabraut- ir, sem kenndi þeim að fagna réttindunum og meta þau, og minnti þær á eitthvað af skyldunum, sem eiga að leggjast á þeirra herðar. Og við þökkum karlmönnunum, sem sótt hafa samkomu jressa, þökkum bróðurhug- inn, og að þeir unna okkur fullrar hluttöku á hverju því sviði, sem við treystum okkur til að taka þátt í. Við finnum, að fáir, eða engir þeirra eru lengur smeykir um, að kvenþjóðin ætli sér að taka allt taumhaldið í sínar liendur og stýra þjóðfélaginu út í eitthvert botnlaust foræði. Þeir halda ekki lengur, að það verði kvenréttindin, sem kollsteypi veröldinni, lieldur eitthvað ann- að. Nei, karlmennirnir finna það vel, að það mundi ekki valda mestu hryðjuverkun- um, þó kvenfólkið legði hönd að einhverju á stjórnmálasviðinu. Starf konunnar hefur oft mestmegnis verið falið í því, að hreinsa til og færa í réttar skorður, og þeir finna, og við finnum öll, að þess væri full þörf í stjórnmálunum, og á þjóðmálasviðinu yfir- leitt. Við þökkum því karlmönnunum þátt. töku í hátíðafagnaði okkar í kvöld. Við vit- um, að þeir beztu þeirra skilja okkur til fullnustu, og hinir, sem aðeins eru í meðal- lagi, munu sjá sinn kost vænstan, að sætta sig við orðinn hlut. Það væri samt ekki furða, þótt einhverjir af þeim hristu höfuð- ið og segðu: „Ekki hefði kvenfólkinu dottið þetta í hug í mínu ungdæmi, að setja bæ- inn á annan endann svona um hábjargræðis- tímann, stafla fólkinu inn í samkomuhús, og tjalda heila sali með fánum og alls konar skarti, og setja menn þar að dýrum veizlu. fagnaði, vilja láta loka búðum, leggja niður alla algenga vinnu, o. s. frv. Klæðast svo sínu bezta skarti, stíga í ræðustólinn, lesa upp, syngja og látast hafa vit á öllum sköp- uðum lilutum. Nei, lieimilin mættu sannar- lega vera með kyrrum kjörum 19. júní, eins og aðra venjulega daga.“ Við undrumst ekki að heyra slíkt. En við erum í kvöld þakklátar fyrir svo margt, einnig fyrir það, að slíkar raddir eru senn þagnandi raddir. Við þökkum straumum nýja tímans, sem í kvöld, 19. júní, hafa stefnt okkur öllum saman, til að fagna yfir breyttum hag og bættum kjörum íslenzku konunnar. Velkomin öll!“ Þannig hugsuðu konur þá í einfeldni hjarta síns. En erum við vaxnar frá því, að liugsa þannig enn? Þekktur rithöfundur liefur sagt: ,,Náttúran hefur gefið fingrum konunnar töfralist, sem hún kann ósjálfrátt. Ein af dásamlegustu listum konunnar er sú, að gefa þeirn hlutum sál, sem enga eiga.“ Á þessum efnishyggjutímum er það ekki þýðingarlaust, að gæða hlutina sál, gefa þeim innihald, kjarna, en ekki aðeins gljá- andi yfirborð. Þessar hugleiðingar vildi ég setja í samband við hinn forna minningar- og hátíðisdag kvenna. Og jrannig minntist gáfukonan, Ólöf á Hlöðurn, þessa merkisdags: Svo nú ertu kominn sem nýrunnið ár hinn 19. júní, vor minningardagur, með jafnréttis hugsjónablikið um brár, MELKORKA 7

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.