Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 28
Sendi drottinn mildur mér
minn á öngul valinn
flyðru þá sem falleg er
fyrir sporðinn alin.
Og um Látra á Látraströnd, sem Björg
var kennd við, kvað liún:
Látra aldrei brennur bær,
blessun guðs því veldur,
allt þar til að Kristur kær
kemur og dóminn heldur.
Látra-Björg var sjálfrar sinnar mestan
hluta ævi, fór aldrei í vistir en réri til fiskj-
ar öndverða ævi sína, eru því margar af vís-
um hennar um sjóinn og sjóróðra.
Stígur, bróðir Þorláks prests á Ósi, réri
móti Björgu og um hann kvað Björg:
Róðu betur, kær minn kall,
kenndu ekki í brjóst um sjóinn,
harðara taktu herðafall,
hann er á morgun gróinn.
Eitt sinn gisti Björg lijá þessum sama Stíg,
sofnaði hún þá um kvöldið í rökkrinu; er
hún reis upp kvað hún:
Heyrirðu hvellinn, Stígur,
hlunkar magnlega í fjörunum.
Báturinn bráðamígur,
brotinn er hann af skörunum.
Heyrast má
hryggðarefni
hálsar frá
gengu stefni
Brunku hjá.
Þetta sama kvöld fórst bátur í sjóinn með
mönnum og var haldið þeim hefði borizt
á á blindskeri, sem Brunka er kallað.
Við Jón sýslumann Benediktsson kvað
Björg, er liann hafði stefnt Itenni fyrir sig:
Dómarinn Jón, þú dæmir mig,
dómurinn sá er skæður,
dómarinn sá mun dæma þig,
sem dómunum öllum ræður.
Og um hinn sama Jón sýslumann kveður
hún, er hún skyldi vinna eið:
Beiði ég þann sem drýgir dáð
og deyð á hörðum krossi leið,
að sneiða þann frá nægð og náð,
sem neyðir mig um sjöttareið.
Um Þórarinn Jónsson, sýslumann á
Grund í Eyjafirði, var sagt að Björg hefði
kveðið þessa alkunnu sléttubandavísu, sem
er aldýr og tvíræð:
Grundar dórna, hvergi liann
hallar réttu máli.
Stundar sóma, aldrei ann
örgu prettatáli.
Sé vísan lesin öfugt verður hún argasta níð:
Táli pretta örgu ann,
aldrei sóma stundar.
Máli réttu hallar hann,
hvergi dóma grundar.
Björg kom eitt sinn að Möðruvöllum í
Hörgárdal. Þar var þá Stefán prestur Þórar-
insson. Gazt honum illa að vergangi og
betli. Er hann spurði komu Bjargar hljóp
hann út. En hún heilsaði honum sem ein-
faldlegast og sagði: Sæll vertu, Stefán ininn.
Reiddist liann því og ósnyrti hennar og
flakki og tók að víta hana og hóta liörðu, ef
slíku héldi áfram. Þá kvað Björg:
Þó að gæfan mér sé mót
og mig í saurinn þrykki,
get ég ekki heiðrað hót
hofmóðuga gikki.
Formaður einn á Fjörðum er þótti latur
og lítill sjósóknari orti um Björgu: Finnst
á Hóli faldaeik, fallega skjót á láði. Hún um
dagmál heiman veik, um hádegi að Botni
náði. En Björg svaraði:
Latur maður lá í skut,
latur var hann þegar hann sat.
latur fékk oft lítinn hlut,
en latur þetta kveðið gat.
26
MELKORKA