Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 7
Á barnaheimili: Fóstran les sögu. ísland verða sjálfsagt ekki hafðar í hárnæl- nm, en varla líður langur tími, þar til við verðum vör við þær í auknum framkvæmd- um á Keflavíkurflugvelli og víðar. Þegar við gerum frjálsan samning við ein- hvern, leitumst við við að tryggja hag okkar sem bezt, og að ekki geti orðið neitt vafa- atriði um ákvæði hans, ef deilur risu út af honum. Einnig forðumst við skuldbinding- ar, sem gætu orðið okkur um megn að upp- fylla. Ef þessi atriði eru nauðsynleg ein. staklingi, þá eru þau það ekki síður í skipt- um milli þjóða, þar sem afleiðingarnar varða heilt ríki. Með því að gagnrýna At- lanzhafssáttmálann á sama hátt og livern annan samning, höfum við séð, að ýmislegt í honum er mjög vafasamur hagnaður fyrir íslendinga. Ríkisstjórnin hefur líka séð, að heppilegra mundi að hafa eitthvað meira að segja en sáttmálinn gaf tilefni til, og flaug því hálf vestur til Bandaríkjanna (ekki er þó útilokaður sá möguleiki að hér hafi verið um utanstefnu að ræða af hendi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna). Sú för var heldur ekki til einskis, því að eftir hana var samningurinn orðinn gæfa okkar íslendinga í bráð og lengd. Samningurinn hafði þó sjálfur ekkert breytzt, en nú höfðu ráðherr- arnir meðferðis ýmsar munnlegar yfirlýsing- ar í sambandi við Jrátttöku landsins í banda. laginu. Það er þó ekki venja að láta munn- legar yfirlýsingar gilda, þegar skriflegur samningur gengur í aðra átt, en virðist orð- inn plagsiður Alþingis að hirða ekki um bókstafinn, þegar utanríkissamningar eru gerðir. Og vafasamt er, að sómi þjóðarinn- ar leyfi að minnzt sé á slíkar yfirlýsingar seinna meir, ef íslendingar komast að raun um, að samningurinn er þeim óhagstæður. Þegar ráðherrarnir komu heim aftur frá Bandaríkjunum, sendu þeir frá sér greinar- gerð, sem birt var í blöðum og útvarpi. Hún hafði inni að halda svör utanríkisráðherra Bandaríkjanna við ýmsum spurningum þre- menninganna, og svo munnlegu yfirlýsing- arnar, sem áður getur. í greinargerðinni segir m. a.: „Utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sagði, að hann vildi taka skýrt fram, að Bandaríkjastjórn myndi ekki reyna að liafa nein áhrif á íslenzku Frh. á bls. 33. MELKORKA 5

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.